Fræðimenn miðalda sem oft voru munkar, fannst gaman að merkja spurningu skriflega með q sem stóð fyrir fyrsta staf latneska orðsins quaestio sem þýðir spurning. Þetta q þróaðist með tímanum í hið þekkta spurningamerki (?).
Um tíma var bogadregið merki skrifað til hliðar á blaðsíðunni þannig að spurningarmerkið leit einhvern veginn svona út: (. ~).
En upprétt spurningarmerki nútímans komst hins vegar til vinsælda á 16. öld. Einnig var notað spegilsnúið spurningarmerki í spurningum í samtölum þar sem ekki var búist við svari.
Það spurningarmerki dó út í lok 16. aldar.