Lifandi Saga

Hver fann upp tamagotchi?

Tamagotchi náði gríðarlegum vinsældum undir lok síðustu aldar og færði leikfangaverksmiðjunni Bandai fúlgur fjár. Uppfinningamaðurinn fékk hins vegar ekkert í sinn hlut.

BIRT: 29/06/2022

Hin þrjátíu ára gamla japanska Aki Maita sat og horfði á sjónvarpsfrétt, þar sem lítill drengur kvartaði sáran undan því að hann gæti ekki tekið gæludýr sitt – litla skjaldböku – með í skólann. Nú sat hún í lítilli íbúð sinni og velti vöngum. Kannski gæti hún fundið upp gæludýr sem væri bæði hreinlegt og tæki ekki mikið pláss.

 

Ávöxtur þess var stafræna gæludýrið Tamagotchi sem mátti setja á lyklakippu. Árið 1995 hafði Aki Maita enn ekki hugmynd um að þessi nýja uppfinning átti eftir að verða eitthvert vinsælasta leikfang sögunnar og þegar upp var staðið höfðu selst meira en 80 milljón eintök á heimsvísu. 

Aki Maita gaf heiminum tamagotchi – en jafnvel hún græddi ekki á sölu á vinsæla leikfanginu.

Uppfinningamaðurinn fékk ekkert

Maita starfaði hjá leikfangaverksmiðjunni Bandai og leitaði strax til eins af hönnuðum fyrirtækisins sem hjálpaði henni við að smíða frumgerð. Hún deildi út 200 stykkjum af þessum rafrænu gæludýrum til ungra stúlkna og greindi gaumgæfilega viðbrögð þeirra, meðal annars við formum og litum. 

 

Tamagotchi var síðan sett í sölu árið 1996 og þetta nýja leikfang sló strax í gegn. Ekki leið á löngu áður en finna mátti stafræna gæludýrið í hillum verslana í meira en 30 löndum og sjá mátti þennan förunaut í bæði kvikmyndum og tölvuspilum.

 

Því miður fyrir Maita fékk hún ekki hlut í feiknarlegum ágóða fyrirtækisins, enda átti vinnuveitandinn öll réttindi varðandi leikfangið. Hún fékk hvorki stöðuhækkun, launahækkun eða bónus þrátt fyrir að uppfinning hennar hafði fært fyrirtækinu marga tugi milljarða króna. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Yoshikazu Tsuno/AFP/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Alheimurinn

Getum við lent á Plútó?

Lifandi Saga

Var hesturinn í Tróju til í raun og veru? 

Lifandi Saga

Frá rakara til forseta: Hvernig Trump-ættarveldið sigraði Ameríku

Náttúran

Hvernig virkar reiðin?

Lifandi Saga

1942 – Upphafið að endalokunum: Orrustan um Midway á að gjöreyða flota BNA

Maðurinn

Af hverju klæjar mann í sár?

Maðurinn

Hvernig losna ég við svitalyktina?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is