Vélmennið RIBA (Robot for Interactive Body Assistance) á innan 5 ára að geta gengið í þau störf hjúkrunarfólks á japönskum sjúkrahúsum að lyfta þungum hlutum.
Vélmennið hefur í byrjun afl til að lyfta sjúklingum sem eru allt að 61 kg og til að valda sjúklingunum ekki ótta er þessi vitvél pökkkuð í mjúkt gúmmíhulstur og útlitið minnir á vinalega bangsa.
Vélmennið er þróað hjá „Center for Human-Interactive Robot Research“ eða Rannsóknamiðstöð vél- og mannsamskipta.