Ítalinn Leon Battista Alberti var einn af þúsundþjalasmiðum endurreisnartímans.
Hann var rithöfundur, listamaður, arkitekt og áhugamaður um dulmál. Árið 1467 lýsti hann kóðahjóli sem samsett var úr tveimur málmskífum.
Sú ytri var föst en þeirri innri mátti snúa. Á ytri skífunni voru bókstafirnir í stafrófsröð en mynstrið á innri skífunni var annað.
Með hjálp kóðahjólsins var hægt að senda skilaboð sem ekki var unnt að lesa nema viðtakandinn hefði sams konar kóðahjól og vissi hvernig ætti að stilla það.
Fram til þessa tíma höfðu menn getað leyst flestar gerðir dulmáls með tíðnigreiningu, sem sé bera saman hve oft tiltekið tákn kemur fyrir í textanum með samanburði við tíðni bókstafsins í tungumálinu.
Það var ekki fyrr en á 19. öld sem mönnum tókst að finna leiðir til að afkóða texta sem skrifaðir voru með hjálp kóðahjólsins og það er því ekki að ástæðulausu sem Leon Battista Alberti er enn í dag talinn faðir dulmálsins.