Aþenubúar komust næst þeim væntingum sem við gerum til lýðræðis.
Vissulega voru það aðeins velmegandi frjálsir karlmenn – 10-20 hundraðshlutar af íbúum borgríkisins – sem höfðu kosningarétt. Þannig máttu konur, þrælar og aðfluttir ekki kjósa.
Þessir borgarar gátu mætt á fjöldafundi, þar sem þeir nutu málfrelsis og gátu lagt fram lagaumbætur.
Stjórnmálamaðurinn Perikles flytur fræga lofræðu sína yfir föllnum Aþenumönnum á fyrsta ári Pelópsskagastríðsins, 431-430 f.Kr. Atvikið er skráð af forngríska sagnfræðingnum Thukydides.
Á slíkum fundum var embættum borgríkisins útdeilt einu sinni á ári – jafnan með hlutkesti eða beinni kosningu.
Áhrif einstakra borgara höfðu minna vægi í Rómarveldi.
Lýðveldið var myndað til að koma í veg fyrir að einstaklingar gætu hrifsað til sín völdin og einkenndist það af skipulegum flokkum sem gættu hver að framapoti annars.
Borgurum var skipt upp eftir stéttum og efsta stéttin var mun áhrifameiri en þær lægri. Fátæklingar höfðu þannig lítið til málanna að leggja.
Lýðræði eða lýðveldi
Aþenubúar
- Allir gátu lagt fram tillögu að lögum.
- Borgarar kusu sem einstaklingar.
- Hlutkesti réð embættisskipan.
Einn borgari, eitt atkvæði
Aþenu var stjórnað með fjöldafundum allra borgara, 500 manna ráði og dómstólum. Á öllum þessum þremur sviðum voru málin útkljáð af meirihluta atkvæða og öll atkvæði höfðu sama vægi.
Rómverjar
- Öldungaráðið mótaði lögin.
- Borgarar kusu í flokkum.
- Fastanefndir útdeildu embættum.
Öldungaráðið tók völdin
Í Róm áttu valdablokkir að halda hver annarri í skefjum. En öldungaráðið sem ekki var kosið um, gnæfði yfir aðra. Rómverjar kusu í flokkum og var vægi hástéttarinnar mest.