Menning og saga

Hvar var lýðræði mest í fornöld?

Var lýðræðið meira í Aþenu til forna eða í rómverska lýðveldinu?

BIRT: 14/04/2023

Aþenubúar komust næst þeim væntingum sem við gerum til lýðræðis.

Vissulega voru það aðeins velmegandi frjálsir karlmenn – 10-20 hundraðshlutar af íbúum borgríkisins – sem höfðu kosningarétt. Þannig máttu konur, þrælar og aðfluttir ekki kjósa.

 

Þessir borgarar gátu mætt á fjöldafundi, þar sem þeir nutu málfrelsis og gátu lagt fram lagaumbætur.

Stjórnmálamaðurinn Perikles flytur fræga lofræðu sína yfir föllnum Aþenumönnum á fyrsta ári Pelópsskagastríðsins, 431-430 f.Kr. Atvikið er skráð af forngríska sagnfræðingnum Thukydides.

Á slíkum fundum var embættum borgríkisins útdeilt einu sinni á ári – jafnan með hlutkesti eða beinni kosningu.

 

Áhrif einstakra borgara höfðu minna vægi í Rómarveldi.

Lýðveldið var myndað til að koma í veg fyrir að einstaklingar gætu hrifsað til sín völdin og einkenndist það af skipulegum flokkum sem gættu hver að framapoti annars.

 

Borgurum var skipt upp eftir stéttum og efsta stéttin var mun áhrifameiri en þær lægri. Fátæklingar höfðu þannig lítið til málanna að leggja.

Lýðræði eða lýðveldi

Aþenubúar
  • Allir gátu lagt fram tillögu að lögum.
  • Borgarar kusu sem einstaklingar.
  • Hlutkesti réð embættisskipan.

 

Einn borgari, eitt atkvæði

Aþenu var stjórnað með fjöldafundum allra borgara, 500 manna ráði og dómstólum. Á öllum þessum þremur sviðum voru málin útkljáð af meirihluta atkvæða og öll atkvæði höfðu sama vægi.

Rómverjar
  • Öldungaráðið mótaði lögin.
  • Borgarar kusu í flokkum.
  • Fastanefndir útdeildu embættum.

 

Öldungaráðið tók völdin

Í Róm áttu valdablokkir að halda hver annarri í skefjum. En öldungaráðið sem ekki var kosið um, gnæfði yfir aðra. Rómverjar kusu í flokkum og var vægi hástéttarinnar mest.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ESBEN MØNSTER-KJÆR

© AKG Images. © Philipp Foltz/Wikimedia Commons. © Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.