Hvernig mældu menn fjarlægðina frá sólinni í fornöld?

Hver reyndi fyrstur að mæla fjarlægðir í geimnum og hvaða tækni var notuð í því samhengi?

BIRT: 25/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Aristarchos frá Samos er talinn hafa verið fyrstur til að reyna að ákvarða fjarlægðir í geimnum – þar á meðal vegalengdina frá jörðu til sólar og tungls. Þetta var í fornöld og hann notaðist einvörðungu við að mæla horn.

 

Án nægilegra nákvæmra tækja urðu niðurstöður hans að vísu talsvert ónákvæmar, þótt aðferðirnar sjálfar hafi staðist tímans tönn. Aristarchos taldi fjarlægðina frá sólinni vera 19 sinnum meiri en vegalengdina til tunglsins. Nú vita menn að þetta hlutfall er því sem næst 1/390.

 

Nýtti sér hálfmána

Aristarchos var uppi á árunum 320-230 f.Kr. Hann nýtti sér þá staðreynd að hornið milli beinna lína milli tungls og sólar og tungls og jarðar mynda rétt 90 gráðu horn þegar tunglið er hálft. Með því að mæla svo hornið milli sjónlínanna jörð-tungl og jörð-sól gat hann ákvarðað hlutfallið milli þessara vegalengda.

 

Lítil villa hafði mikil áhrif

Aristarchos taldist til að hornið væri 87 gráður á hálfu tungli en nú er vitað að það er nákvæmlega tiltekið 89,85 gráður. Þessi munur, 2,85 gráður, virðist afar lítill við fyrstu sýn en hafði mikil áhrif á niðurstöðuna, enda er hún mjög viðkvæm fyrir smávægilegri skekkju í hornamælingunni. Eftir að búið er að leiðrétta hornamælinguna er fjarlægðarhlutfallið um 20 sinnum meira en Aristarchos áleit.

 

Skekkja Grikkjans spratt trúlega aðeins af því að tunglið er ekki nákvæmlega hálft nema örstutta stund en án nútíma mælitækja er erfitt að hitta nákvæmlega rétt á það augnablik. Tunglið er á stöðugri hreyfingu kringum jörðina, samtímis því sem jörðin er á fleygiferð kringum sólina. Hornið sem Aristarchos reyndi að mæla breytist því stöðugt.

Aristarchos frá Samos

Grískur stjörnu- og stærðfræðingur sem uppi var á eyjunni Samos á árabilinu 310-230 f.Kr.

 

Árið 265 f.Kr. taldi hann fyrstur manna að sólin væri miðja sólkerfisins.

 

Til viðbótar komst hann að þeirri niðurstöðu að dagur og nótt stöfuðu af því að jörðin snerist um sjálfa sig.

BIRT: 25/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is