Lifandi Saga

Austur-Þýskaland var aðeins lýðræði að nafninu til

Austur-Þýskaland var sjálfstætt ríki á árunum frá 1949, fram að falli Berlínarmúrsins árið 1989. Landið var lýðræðisríki á pappírnum en í raun og veru var um að ræða útkjálka sósíalíska einræðisríkisins Sovétríkjanna sem hafði þúsundir mannslífa á samviskunni.

BIRT: 16/06/2022

HVAÐ VAR DDR?

Þýskt heiti ríkisins er DDR sem stendur fyrir Deutsche Demokratische Republik en landið kallaðist á íslensku Austur-Þýskaland.

 

Austur-Þýskaland reis upp úr ösku annarrar heimsstyrjaldar sem sjálfstætt ríki í Þýskalandi sem naut fjárhagsstuðnings frá Sovétríkjunum.

 

Hinn hluti Þýskalands gekk á þýsku undir heitinu BDR (Bundesrepublik Deutschland) og kallaðist á íslensku Sambandslýðveldið Þýskaland eða einungis Vestur-Þýskaland: Sá hluti naut fjárhagsstuðnings frá m.a. Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.

Árið 1949 var Þýskalandi skipt í tvennt: Austur-Þýskaland, DDR (Deutsche Demokratische Republik) og Vestur-Þýskaland, BRD (Bundesrepublik Deutschland). Berlín var líka skipt í vestur og austur. Vestur-Berlín var hluti af Vestur-Þýskalandi, þó það væri staðsett í Austur-Þýskalandi. Borginni var skipt með Berlínarmúrnum sem náði utan um alla Vestur-Berlín.

Austur-Þýskaland taldist vera lýðræðisríki á sínum tíma, með stjórnskipulag sem minnti á þýska Weimar-lýðveldið.

 

Í raun réttri var Austur-Þýskaland þó ofur einfaldlega einræðisríki sem aðeins hélt velli í krafti sovéskra hernámssveita í landinu.

 

Sósíalíski einingarflokkurinn, Sozialistische Einheitspartei Deutschlands, SED sem að sjálfsögðu var hliðhollur Sovétríkjunum, var við völd öll árin sem Austur-Þýskaland var við lýði. Á bak við tjöldin starfaði svo leyniþjónusta ríkisins, Stasi sem gerði það að verkum að enginn þorði að opna munninn í gagnrýni á valdhafana.

 

Frá lokum sjötta áratugarins breyttist leyniþjónustan í gríðarstórt öryggisafl sem tryggði sósíalíska einingarflokknum völdin með því að hafa vakandi auga með íbúum landsins og stunda njósnir í Vestur-Þýskalandi og öðrum vestrænum ríkjum.

 

Stasi var með rösklega hundrað þúsund starfsmenn á sínum snærum og ekki færri en 200.000 uppljóstrara frá því upp úr 1970 og fram á síðasta dag. Leynilögreglan í Austur-Þýskalandi er álitin hafa safnað upplýsingum um ekki færri en þriðja hvern íbúa landsins.

HVERNIG VARÐ DDR TIL?

Seinna stríð klauf Þýskaland í tvennt

Þýskalandi var skipt í fjóra hluta eftir síðari heimsstyrjöld sem lutu yfirráðum Bandaríkjanna, Englands, Frakklands og Sovétríkjanna.

 

Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gátu ekki komið sér saman við Sovétmenn um hvers konar land Þýskaland ætti að vera eftir stríðið. Þetta endaði á þann veg að Þýskalandi var skipt í tvennt árið 1949, Austur-Þýskaland og Vestur-Þýskaland.

 

Vestur-Þýskalandi tókst fljótlega að fóta sig efnahagslega og naut stuðnings Bandaríkjanna í formi Marshall-aðstoðarinnar sem stofnað var til árið 1948 en aðstoð þessi beindist að því að dæla fé inn í vestræn ríki í því skyni að glæða efnahag ríkjanna nýju lífi.

 

Í Austur-Þýskalandi gegndi hins vegar öðru máli.

 

Ekki nóg með að landið fengi engan stuðning utan frá til að byggja landið upp, heldur var sú litla starfsemi sem eftir stóð og hefði getað bjargað efnahag landsins, nú flutt austur á bóginn til Sovétríkjanna.

 

Myndband: Sjáðu júníuppreisnina í DDR árið 1953

Austur-Þjóðverjar blésu til uppreisnar gegn sovéska hernámsliðinu hinn 17. júní 1953. Uppreisnin gekk undir heitinu „Júníuppreisnin“ en Sovétmenn brugðust við með því að senda skriðdreka út á göturnar. Fjöldi látinna er óþekktur – e.t.v. hátt í 507. Eftir uppreisnina efldi stjórnin leynilögregluna, Stasi til muna, til að forðast nýjar óvæntar uppákomur.

HVE MARGIR FLÚÐU DDR?

Á árunum 1945 til 1988 flúðu um fjórar milljónir Austur-Þjóðverja til Vestur-Þýskalands.

 

Tæplega 3,5 milljónir fluttu sig á milli 1945 og fram að byggingu Berlínarmúrsins árið 1961.

 

Austur-Þjóðverjar sem sóttu skjól voru yfirleitt vel menntaðir og allt að helmingur allra flóttamanna var ungt fólk undir 25 ára aldri.

 

Meirihlutinn flúði í gegnum Berlín þar sem, ólíkt öðrum hlutum landsins, var hægt að fara tiltölulega áreynslulaust milli vesturs og austurs.

Berlínarmúrinn var reistur árið 1961 og hann stóð til ársins 1989. Múrinn var endurbættur með árunum sem gerði andófsmönnum sífellt erfiðara fyrir að flýja yfir til Vestur-Þýskalands.

Árið 1961 ákvað DDR að loka landamærunum í Berlín. Aðfaranótt 13. ágúst 1961 var reist gaddavírsgirðing. Dagana og vikurnar á eftir varð hann að 3,5 metra háum múr, sem skildi þýsku borgina að til austurs og vesturs.

 

Sagnfræðingar telja að allt að 1.100 manns hafi týnt lífi í flóttatilraunum frá Austur-Þýskalandi.

5 staðreyndir um Berlínarmúrinn

 • Reistur: 1961
 • Lengd milli Vestur- og Austur-Berlínar: 45,1 kílómetri
 • Hæð: 3,5 metrar
 • Fjöldi varðmanna: 47.000
 • Féll: 1989

HVER STJÓRNAÐI DDR?

Í Austur-Þýskalandi ríktu fimm ríkisleiðtogar frá árinu 1949 og þar til múrinn féll og ríkið leið undir lok árið 1989. Árið 1949 varð Wilhelm Pieck fyrsti forseti Austur-Þýskalands.

 

Árið 1960 var Walter Ulbricht svo orðinn leiðtogi ríkisins. Hann var við völd til ársins 1973, þegar Willi Stoph tók við völdum. Stoph ríkti aðeins í þrjú ár og árið 1976 tók Erich Honecker við stjórnartaumunum.

„Framtíðin tilheyrir sósíalismanum … Múrinn mun standa í 100 ár“

Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands frá 1976 til 1989

Erich Honecker hafði borið ábyrgð á framkvæmdum við byggingu Berlínarmúrsins árið 1961 en hann var yfirlýstur kommúnisti og stalínisti. Það var í valdatíð hans sem flestir þeir sem reyndu að flýja yfir til Vestur-Þýskalands voru drepnir.

 

„Framtíðin tilheyrir sósíalistum – múrinn mun standa í hundrað ár“, sagði Erich Honecker um Austur-Þýskaland sem hann dáði svo heitt.

Eftir hrun DDR flúði flokksleiðtogi SED Erich Honecker til Sovétríkjanna. Árið 1992 sneri hann aftur til Þýskalands þar sem réttað var yfir honum og hann ákærður fyrir morð á 13 manns sem höfðu reynt að flýja til Vestur-Þýskalands. Málið var fellt niður vegna þess að Erich Honecker var of veikburða. Hann eyddi síðustu árum sínum í Chile þar sem hann lést árið 1994 úr lifrarkrabbameini 81 árs að aldri.

Sú varð að sjálfsögðu ekki raunin og stuttu fyrir fall múrsins varð Honecker fórnarlamb valdaráns hinn 17. október árið 1989 sem hans eigin menn frömdu og honum beinlínis varpað á dyr í stjórnmálahverfinu Wandlitz, þar sem allir framámenn Austur-Þýskalands bjuggu á bak við háa múra.

 

Síðasti ríkisleiðtoginn í Austur-Þýskalandi var Egon Krenz. Hann var aðeins við stjórnvölinn í 49 daga áður en Berlínarmúrinn féll og dró gjörvallt Austur-Þýskaland niður í svaðið með sér, að meðtöldum ríkisleiðtoganum.

HVERNIG VAR AÐ BÚA Í  DDR?

Aðgreiningin enn við lýði

Austur-Þjóðverjum var tryggt ævilangt öryggi með því að þeim var heitið öruggri vinnu, föstum mánaðarlaunum, ódýrri húsaleigu, svo og leikskólaplássi.

 

Hins vegar hafði sósíalíska stjórnarfarið jafnframt í för með sér ókosti. Íbúarnir gátu ekki ferðast að vild og leyniþjónustan Stasi fylgdist grannt með öllum hreyfingum margra þeirra. Þess má m.a. geta að njósnað var um marga með litlum hljóðnemum sem komið hafði verið fyrir í híbýlum þeirra.

 

Þá var oft matvælaskortur í verslunum og húsnæðisskortur var verulegt vandamál, svo gott sem öll árin sem Austur-Þýskaland var við lýði.

 

Á þessum tæpu fjörutíu árum stytti 31 af hverjum 100.000 Austur-Þjóðverjum sér aldur en sú tíðni var helmingi hærri en átti við hjá nágrannaþjóðinni Vestur-Þjóðverjum.

 

Áhrifanna af skiptingu Þýskalands gætir enn þann dag í dag. Verg þjóðarframleiðsla í Austur-Þýskalandi nemur aðeins tveimur þriðju hlutum af því sem við á í Vestur-Þýskalandi í dag.

 

Þrjátíu ára löng aðlögun hefur enn ekki nægt til að vinna upp þá sundrungu sem hrjáði Þjóðverja á árunum milli 1949 0g 1989.

 

Líkt og þýski sagnfræðingurinn Klaus Schröder segir: „Þetta er það sama og gerist með tvíbura sem eru aðskildir og þurfa að venja sig hvor við annan aftur. Einingargjaldið nemur 1,6 milljörðum Evra og kostar 40 ára aðlögun“.

Fjórar ævintýralegar flóttaaðferðir

Það vantaði ekki hugmyndaauðgi þegar hinir örvæntingarfullu Austur-Þjóðverjar reyndu að flýja Austur-Þýskaland. Hér má lesa um fjórar ótrúlegar flóttatilraunir sem allar enduðu vel.

 

1. Fjölskyldufeður flugu í heimagerðum loftbelg

Aðfaranótt 16. september 1979 tók 28 metra hár, regnbogalitaður loftbelgur á loft nálægt bænum Oberlemnitz í austurhluta Þýskalands.

 

Belgurinn var saumaður úr 1.250 m² efnis sem keyptur hafði verið í bútum hér og þar í verslunum víða um DDR. Um borð voru vinirnir Peter Strelzyk og Günter Wetzel ásamt eiginkonum sínum og fjórum börnum.

 

Hálftíma síðar lenti hinn heimagerði loftbelgur í Vestur-Þýskalandi.

 

2. Fjölskylda flúði yfir Eystrasaltið á gúmmíbáti

Árið 1977 flúði vörubílstjóri frá Dresden yfir Eystrasaltið á litlum gúmmíbáti með utanborðsmótor ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Eftir 15 tíma sjóferð var fjölskyldunni bjargað af vestur-þýskum sjómönnum sem komu þeim í öruggt skjól í Lübeck í Vestur-Þýskalandi.

 

Talið er að allt að 6.000 Austur-Þjóðverjar hafi reynt að komast yfir Eystrasaltið til vesturs eftir byggingu Berlínarmúrsins árið 1961.

 

Í mörgum tilfellum voru flóttamennirnir stöðvaðir af austur-þýskum yfirvöldum – og í verstu tilfellunum drukknuðu þeir áður en þeir náðu í land.

 

3. Farþegar óku lest gegn um hindrum

Þann 5. desember árið 1961 ók lest með 32 farþegum innanborðs í gegnum landamærahindranir við Albrechtshof til Spandau-hverfisins í Vestur-Berlín.

 

Hinn 27 ára gamli lestarstjóri Harry Deterling ásamt vélstjóra lestarinnar skipulögðu flóttann og  höfðu beðið fjölskyldur sínar að kaupa sér miða í þessa ferð með lestinni. Aðrir farþegar höfðu ekki hugmynd um flóttatilraunina.

 

Þeim tókst að keyra lestina í gegnum hindranirnar og runnu með látum inn í Vestur-Þýskaland. Sjö farþeganna sneru aftur til Austur-Berlínar en 25 ákváðu að vera um kyrrt í Vestur-Þýskalandi.

 

Daginn eftir eyðilögðu austur-þýsk yfirvöld lestarteinana.

 

 

4. Veiðilína gaf vinum frelsi

Þann 31. mars 1983 flúðu Holger Bethke, 24 ára, og vinur hans Michael Becker til Vestur-Þýskalands á ævintýralegan hátt.

 

Frá toppi grárrar byggingar við Bouchéstrasse í Berlín, þar sem vel varin Berlínarmúrinn lá milli tveggja íbúðablokka, skutu vinirnir tveir veiðilínu yfir í íbúðarblokkina á móti sem var staðsett í Vestur-Berlín.

 

Bróðir Holgers Bethke, Ingo, sem hafði flúið frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands nokkrum árum áður, stóð tilbúinn hinum megin og festi stálvír við fiskilínuna sem Austur-Þjóðverjarnir tveir drógu yfir til sín.

 

Stálvírinn var festur við bíl Ingó í vestri og stuttu seinna svifu þeir Holger og Michael yfir vegginn í 20 metra hæð á heimagerðum svifhjólum.

 

Þeir lentu báðir heilu og höldnu í Vestur-Berlín.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Shutterstock, © Lasse Alexander Lund-Andersen, © Neptuul, © Das Bundesarchiv

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Vinsælast

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

4

Tækni

Ferðin að botni hafsins

5

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

6

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Tækni

Ferðin að botni hafsins

4

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

5

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

6

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Vísindamenn hyggjast byggja nýja hraðbraut sem getur fengið bíla til að svífa af stað á allt að 1.000 km/klst. – og á sama tíma flytja loftslagsvænt vetni og rafmagn fyrir grænt orkunet framtíðar. Tæknin er þegar til staðar.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is