Var til þýsk andspyrnuhreyfing?

Andspyrnuhreyfingin í Þýskalandi var ekki skipulögð hreyfing eins og t.a.m. í Frakklandi og Póllandi. Nokkrir smærri andspyrnuhópar unnu þó gegn nasistum með mikilli leynd.

BIRT: 29/05/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Nasistar börðu miskunnarlaust alla mótspyrnu heima fyrir og skipuleg andspyrnuhreyfing – eins og var starfandi í t.a.m. Póllandi og Frakklandi – fyrirfannst aldrei í Þýskalandi Hitlers.

 

Nokkrir smærri andspyrnuhópar unnu þó gegn nasistum með mikilli leynd.

 

Sú kunnasta er vísast Weiße Rose eða Hvíta rósin sem hópur háskólanema í München stofnaði árið 1942.

 

Á þessum tíma átti þýski herinn í miklu basli við Stalíngrad og fjölmargir Þjóðverjar farnir að efast um ágæti hernaðarstefnu nasista.

 

Myndband: Horfðu á brot af harðri gagnrýni Weiße Rose.

Þegar orðrómur um nauðungarflutninga pólskra Gyðinga í útrýmingarbúðir tók að kvisast út, skipulögðu systkinin Hans og Sophie Scholl hópa háskólanema sem náðu m.a. til Hamborgar, Berlínar og Vínar.

 

Hóparnir prentuðu og dreifðu flugritum sem voru í algerri andstöðu við stefnu nasista og hvöttu önnur ungmenni til að gera uppreisn gegn Hitler og hergagnaiðnaði með skemmdarverkum.

 

Samkvæmt Weiße Rose var markmiðið að ná „innri endurnýjun á hinni særðu þýsku þjóðarsál“.

Fyrir framan háskólann í München hefur verið lagður minnisvarði um Weiße Rose og Sophie og Hans Scholl í gagnstéttina.

Í febrúar 1943 bar húsvörður við háskólann kennsl á Hans og Sophie Scholl og tilkynnti leyniþjónustunni Gestapo.

 

Í kjölfarið voru margir meðlimir handteknir og pyntaðir. Systkinin voru dæmd fyrir landráð í sýndarréttarhöldum og tekin af lífi í fallöxi 22. febrúar 1943.

BIRT: 29/05/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wikimedia Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is