Hjarta í fullorðnum slær um 70-80 sinnum á mínútu og dælir um 70 ml af blóði í hvert sinn.
Hjartað dælir þannig um 4,9 lítrum af blóði um líkamann á hverri mínútu og það er því sem næst allt blóð sem í líkamanum er. Þannig líður um ein mínúta frá því að blóð yfirgefur hjartað þar sem til sama blóð kemur þangað aftur. Þetta er hringrásartími blóðsins.
Hver blóðflaga er um eina mínútu að fara allan hringinn um mannslíkamann.
Þessi tala gildir þó því aðeins að líkaminn sé í hvíld því við áreynslu slær hjartað hraðar og blóðið fer því um líkamann á skemmri tíma.
Hringrásartíminn fer líka eftir líkamsstærð og er lengri í stórum dýrum en smáum. Í mús er blóðið aðeins 4 sekúndur að fara hringinn en í fíl tekur hringrásin meira en 3,5 mínútur.
Stærð veldur lengri hringrásartíma
- Mús
Hringrásartími: 4 sekúndur.
- Fullvaxinn maður
Hringrásartími: 61 sekúnda.
- Fíll
Hringrásartími: 218 sekúndur.