Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Lukkuriddarar streymdu til Kaliforníu í leit að gulli en draumar fárra rættust.

BIRT: 08/11/2024

Þann 24. janúar hratt smiðurinn James Marshall óafvitandi gullæðinu af stað þegar hann fann nokkrar gullflögur í á einni nærri Coloma.

 

Á næsta ári barst orðrómurinn um alla N-Ameríku og síðan til annarra heimshluta og brátt streymdu mörg þúsund lukkuriddarar til vesturstrandar BNA.

 

„Frásagnir um ofgnótt af gulli eru svo ótrúlegar að ekkert væri að marka þær ef ekki væri fyrir hástemmdar skýrslur opinberra embættismanna“, skrifaði James K. Polk forseti í desember 1848.

 

Á nokkrum árum jókst íbúafjöldi Kaliforníu úr því að vera fáein þúsund í meira en 300.000 manns – sem alla dreymdi um auðgast fyrir lífstíð með því að finna mikið magn af gulli.

 

Og vissulega bar gullleitin góðan ávöxt fyrir suma. Á tímabilinu frá 1848 til 1855 þegar gullæðið geisaði fundust um 350 tonn af gulli. 

Allir vildu ná sér í gull

Lukkuriddarar streymdu til Kaliforníu í leit að gulli en draumar fárra rættust.

Sigti átti að fanga gull

Rocker – sem er eins konar vagga – var einnig notuð til að grandskoða jarðveginn í leit að gulli. Í botni kassans var sigti sem fangaði gull og smásteina þegar jarðvegi og vatni var hellt í vögguna.

Kalífornía stækkar

Lítil þorp spruttu upp og breyttu Kaliforníu úr gagnslausum hundsrassi í umsvifamikið ríki. Samtímis gullæðinu voru haldnar kosningar og stjórnarskrá samþykkt sem fól í sér að Kalifornía varð 31. ríki BNA árið 1850.

Frumbyggjar þvingaðir til vinnu

Frumbyggjar voru hraktir af löndum sínum í stórum stíl. Sumir þeirra voru handsamaðir og látnir þræla við leit að gulli.

Flöt panna mikilvægasta verkfærið

Skolpanna var notuð ásamt vatni til að „þvo“ gullið frá jarðveginum. Gullgrafarar settu jarðveg í pönnuna og snéru pönnunni í hringi og losuðu þannig frá sand og leir. Eftir sátu smásteinar og lítil gullkorn.

Allir vildu ná sér í gull

Lukkuriddarar streymdu til Kaliforníu í leit að gulli en draumar fárra rættust.

Sigti átti að fanga gull

Rocker – sem er eins konar vagga – var einnig notuð til að grandskoða jarðveginn í leit að gulli. Í botni kassans var sigti sem fangaði gull og smásteina þegar jarðvegi og vatni var hellt í vögguna.

Kalífornía stækkar

Lítil þorp spruttu upp og breyttu Kaliforníu úr gagnslausum hundsrassi í umsvifamikið ríki. Samtímis gullæðinu voru haldnar kosningar og stjórnarskrá samþykkt sem fól í sér að Kalifornía varð 31. ríki BNA árið 1850.

Frumbyggjar þvingaðir í vinnu

Frumbyggjar voru hraktir af löndum sínum í stórum stíl. Sumir þeirra voru handsamaðir og látnir þræla við leit að gulli.

Flöt panna mikilvægasta verkfærið

Skolpanna var notuð ásamt vatni til að „þvo“ gullið frá jarðveginum. Gullgrafarar settu jarðveg í pönnuna og snéru pönnunni í hringi og losuðu þannig frá sand og leir. Eftir sátu smásteinar og lítil gullkorn.

Þrátt fyrir þetta mikla magn urðu tiltölulega fáir gullgrafarar moldríkir. Í byrjun var hægt að grafa gull beint úr jarðveginum en þegar á leið varð það sífellt sjaldséðara.

 

Námueigendur tóku síðan við gullleitinni, meðan margir gullgrafarar þurftu að snúa tómhentir heim.

 

„Margir, mjög margir sem koma hingað hafa ekkert upp úr krafsinu og þúsundir munu bera beinin hér. Aðrir þurfa að betla til að komast heim“, skrifaði gullgrafarinn Sheldon Shufelt í bréfi til fjölskyldunnar árið 1850.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

Imageselect

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

Lifandi Saga

Uppreisn Castros velti einræðisherranum úr sessi

Lifandi Saga

Ástæðan fyrir falli Tróju

Alheimurinn

Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is