Sögulegar myndir: Bandarískir blökkumenn berjast fyrir jafnrétti 

Eftir síðari heimsstyrjöldina sprettur baráttan fyrir jafnrétti aftur upp í BNA. Presturinn Martin Luther King stendur í fararbroddi til að berjast gegn kynþáttalögum. Á sama tíma berst Ku Klux Klan gegn hugmyndum aðgerðarsinna um frelsi og jafnrétti.

BIRT: 27/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur
Draumurinn um jafnrétti

250.000 undir leiðsögn prestsins Martin Luther King eru tilbúin til að marsera í gegnum Washington til að mótmæla mismunum og fátækt meðal bandarískra blökkumanna. Göngunni líkur við Lincoln Memorial þar sem Martin Luther King heldur víðfræga ræðu sína um draum um jafnrétti kynþáttanna.

Washington DC,
28. ágúst 1963

Svíður í augun

Reykurinn frá brennandi krossum veldur sviða í augum kvennanna þar sem þær eru samankomnar á fundi Ku Klux Klan. Upp úr 1950 öðlast þessi öfgastefnusamtök nýjan þrótt í baráttu sinni gegn vaxandi kröfu blökkumanna um jafnrétti. Sprengjutilræði og morð eru algeng vopn KKK og fórnarlömbin eru bæði blökkumenn og hvítir borgarar sem berjast fyrir jafnrétti.

Macon, Georgía
27. apríl, 1956

Enginn aðgangur fyrir svarta!

Þrír ungir aðgerðasinnar neita að yfirgefa veitingahúsið í Woolworths-verslunarmiðstöðinni. Í langan tíma hella menn yfir aðgerðarsinnanna bjór, brenna þau með sígarettum og berja. Hina svonefndu sit – in – aðgerðir hefjast 1960 sem viðbragð við m.a. stefnu Woolworths um að leyfa ekki blökkumönnum og hvítum að borða saman. Það er fyrst árið 1964 sem slíkur aðskilnaður er bannaður.

Jackson, BNA
28. maí 1963

Enn ein aftakan

Við aðalstöðvar jafnréttissamtakanna NAACP eru borgarar New York upplýstir um að enn ein aftakan hafi átt sér stað. Á árunum 1882 – 1968 eru meira en 4.700 manns teknir af lífi án dóms og laga í BNA – 70% fórnarlambanna eru blökkumenn.

New York, BNA
1936

KKK sýnir fánann

Götur Washington fyllast af meðlimum Ku Klux Klan. Skrúðganga er skipulögð til varnar hinni hvítu kristnu Ameríku. Þátttakendum með hvítar hettur var fyrirskipað að þeir mættu ekki hylja andlit sín. Þetta var samþykkt, enda sá enginn minnstu ástæðu til að leynast. KKK hafði, þrátt fyrir allt, margar milljónir meðlima í BNA á þeim tíma.

Washington DC,
8. ágúst 1925

Draumurinn um jafnrétti

250.000 undir leiðsögn prestsins Martin Luther King eru tilbúin til að marsera í gegnum Washington til að mótmæla mismunum og fátækt meðal bandarískra blökkumanna. Göngunni líkur við Lincoln Memorial þar sem Martin Luther King heldur víðfræga ræðu sína um draum um jafnrétti kynþáttanna.

Washington DC,
28. ágúst 1963

Svíður í augun

Reykurinn frá brennandi krossum veldur sviða í augum kvennanna þar sem þær eru samankomnar á fundi Ku Klux Klan. Upp úr 1950 öðlast þessi öfgastefnusamtök nýjan þrótt í baráttu sinni gegn vaxandi kröfu blökkumanna um jafnrétti. Sprengjutilræði og morð eru algeng vopn KKK og fórnarlömbin eru bæði blökkumenn og hvítir borgarar sem berjast fyrir jafnrétti.

Macon, Georgía
27. apríl, 1956

Enginn aðgangur fyrir svarta!

Þrír ungir aðgerðasinnar neita að yfirgefa veitingahúsið í Woolworths-verslunarmiðstöðinni. Í langan tíma hella menn yfir aðgerðarsinnanna bjór, brenna þau með sígarettum og berja. Hina svonefndu sit – in – aðgerðir hefjast 1960 sem viðbragð við m.a. stefnu Woolworths um að leyfa ekki blökkumönnum og hvítum að borða saman. Það er fyrst árið 1964 sem slíkur aðskilnaður er bannaður.

Jackson, BNA
28. maí 1963

Enn ein aftakan

Við aðalstöðvar jafnréttissamtakanna NAACP eru borgarar New York upplýstir um að enn ein aftakan hafi átt sér stað. Á árunum 1882 – 1968 eru meira en 4.700 manns teknir af lífi án dóms og laga í BNA – 70% fórnarlambanna eru blökkumenn.

New York, BNA
1936

KKK sýnir fánann

Götur Washington fyllast af meðlimum Ku Klux Klan. Skrúðganga er skipulögð til varnar hinni hvítu kristnu Ameríku. Þátttakendum með hvítar hettur var fyrirskipað að þeir mættu ekki hylja andlit sín. Þetta var samþykkt, enda sá enginn minnstu ástæðu til að leynast. KKK hafði, þrátt fyrir allt, margar milljónir meðlima í BNA á þeim tíma.

Washington DC,
8. ágúst 1925

BIRT: 27/08/2022

HÖFUNDUR: Emilie Skjold

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: AOP/Getty images,POLFOTO/CORBIS,Fred Blackwell,MPI/Stringer/Getty Images,BETTMANN/GETTY IMAGES

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is