Loftið í gufuhvolfinu er um 1,3 kg á hvern rúmmetra.
Allur hnötturinn er umlukinn margra kílómetra þykku lagi af lofti og á hverjum fersentimetra á yfirborði jarðar hvílir um 1 kg af lofti. Þetta er almennt nefnt loftþrýstingur.
Þessi loftþrýstingur þýðir að strangt til tekið hvíla meira en 600 kg af lofti á venjulegu A4-pappírsblaði sem liggur á skrifborðinu. Við getum engu að síður lyft blaðinu áreynslulaust en það stafar af því að loftþrýstingurinn er alls staðar jafn í umhverfi okkar og loftið þrýstir því jafn mikið undir blaðið og ofan á það.
Þess vegna þurfum við í rauninni einungis að lyfta þyngd blaðsins sjálfs, örfáum grömmum. Og þar eð í líkamanum er líka undir svipuðum þrýstingi er engin hætta á að við kremjumst undan þessu fargi.
Förum við upp í há fjöll breytist loftþrýstingurinn og þá þurfum við tíma til að aðlagast. Þetta er ástæða þess að við getum fengið hellu fyrir eyrun í flugvél eða á akstri uppi í fjöllum.
Eiginlega ættu skyntaugar í húðinni að finna stöðugan þrýsting frá loftinu en vegna þess að sá þrýstingur er jafn og stöðugur, hafa skyntaugarnar fyrir löngu vanist honum og sleppa því að láta heilann vita.
LESTU EINNIG


