Lifandi Saga

Hvenær átti fyrsta hjónavígsla samkynhneigðra sér stað?

Árið 1971 fengu tveir bandarískir menn hjúskaparvottorð – fyrstir manna af sama kyni á síðari tímum. En það þurfti töluverð klókindi til að ná þessum sögulega áfanga.

BIRT: 09/10/2024

Það eru til margar frásagnir um að samkynhneigð hafi verið umborin í fornum samfélögum, t.d. meðal indjána. Fyrsta samkynhneigða parið á síðari tímum sem fékk hjúskaparvottorð voru Bandaríkjamennirnir James Michael McConnell og Richard John Baker.

 

Árið 1971 fengu þeir skjalfest að þeir væru opinberlega giftir en hjónaband þeirra var afar umdeilt. Á áttunda áratug síðustu aldar höfðu samkynhneigðir nánast engin réttindi í BNA. Baker og McConnell ákváðu hins vegar að nýta sér gloppur í lagasetningu Minnesota, þar sem ekki var með beinum hætti bannað að gefa saman einstaklinga af sama kyni.

 

Mennirnir tveir sóttu um hjúskaparvottorð sem ekki krafðist þess að þeir mættu í eigin persónu – en var hafnað af héraðsdómstóli. Þeir áfrýjuðu þessum úrskurði og sóttu samtímis um vottorð í öðru héraði – eftir að Richard John Baker hafði breytt nafni sínu í öllu kynhlutlausara nafnið Pat Lynn. 

Parið Baker og McConnell nýtti sér gloppur í löggjöf til að fá hjúskaparvottorð árið 1971.

Gátu ekki verið giftir – en voru giftir

Þessi nýja umsókn þeirra var samþykkt en eftir nokkrar vikur dæmdi Hæstiréttur héraðsdómstólnum í vil. Þetta fól í raun í sér að mennirnir tveir gátu ekki verið giftir en Baker og McConnell höfðu þá þegar fengið hjúskaparvottorð. Samkvæmt lögum var ekki hægt að ógilda vottorðið.

 

Parið var því statt í eins konar lagalegu einskis manns landi fram til ársins 2013 þegar hjónaband þeirra var viðurkennt samkvæmt lögum.

 

Þann 1. apríl 2001 varð Holland fyrsta landið sem leyfði vígslur tveggja einstaklinga af sama kyni. Fjögur pör voru gefin saman af borgarstjóra Amsterdam strax eftir miðnætti. 28 önnur lönd hafa síðan fylgt í fótspor Hollands þar á meðal Ísland sem heimilaði samkynhneigðum að giftast árið 2010.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Library of Congress

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is