Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Mennirnir hafa notað skó til hlífðar fótum sínum í þúsundir ára. Þegar fram liðu stundir fóru skór að verða eins konar tjáningarform og það komst í tísku að ganga í réttu skónum eða stígvélunum. Sumar útfærslurnar voru alveg ónothæfar á meðan aðrir skór voru beinlínis varasamir.

BIRT: 23/10/2021

LESTÍMI: 16 MÍNÚTUR

FORNÖLD

8000 f.Kr.: 10.000 ára gamlar töfflur

Maðurinn hefur notað sandala sem minna einna helst á baðtöfflur, í þúsundir ára.

 

Elsta dæmið um slíkan fótabúnað eru sandalar gerðir úr malurtartrefjum en þeir fundust í Fort Rock-hellinum í Óregon í Bandaríkjunum.

 

Auðvelt hefur verið að útbúa slíka skó sem eru með flötum sóla og reim á milli tánna sem yfirleitt tengdist einni eða tveimur reimum yfir fótinn. Þess konar skór voru búnir til víðs vegar um heiminn, án þess að skógerðin tengdist á nokkurn hátt. 

 

Sandalarnir í Fort Rock-hellinum fundust undir lagi af eldfjallaösku.

 

Skórinn hefur engan veginn verið notendavænn en sólinn verndaði að minnsta kosti iljarnar gegn grjóti, þyrnum, brennheitum sandi og ýmsum öðrum óþægindum.

 

Elstu baðsandalarnir voru gerðir úr jurtum sem mennirnir fundu í nærumhverfi sínu.

 

Egyptar til forna útbjuggu sandala úr pálmalaufum og papýrus fyrir u.þ.b. 7.000 árum. Í Kína og Japan til forna notaði fólk sandala úr hrísstrái, á meðan þeir voru aðallega gerðir úr viði á Indlandi.

 

Fornleifafræðingar hafa einnig fundið dæmi um sandala með mjúkum leðursólum, m.a. par af egypskum baðsandölum sem talið er að hafi verið gerðir fyrir hartnær 3.500 árum.

 

Areni-1 skórinn er í stærð 37 á okkar mælikvarða.

3500 f. Kr.: Lambaspörð varðveittu elsta leðurskóinn

Leður er eitt elsta efnið sem menn hafa notað til skógerðar.

 

Elstu leðurskórnir voru gerðir úr heilli pjötlu af leðri sem beygð var yfir fótinn með reimum og skórnir svo fóðraðir með grasi, stráum, ull eða öðru því sem gerði hann hlýjan og þægilegan.

 

Elsti leðurskór sem fornleifafræðingar hafa fundið koma frá Armeníu. Skórinn er talinn vera 5.500 ára gamall, þ.e. heilum þúsund árum eldri en píramídarnir í Egyptalandi.

 

Skórinn sem kallast Areni-1 var nánast alveg stráheill þegar hann fannst en lag af lambaspörðum hafði myndað loftþéttan hjúp utan um skóinn.

 

Frá 500 f. Kr. til 5. aldar eftir Krist.: Rómverskir sandalar lögðu undir sig heiminn

Sérlegur klæðnaður gagnaðist Rómverjum einkar vel við að hafa hemil á risavöxnu ríkinu.

Hinir ógnvekjandi rómversku hermenn gengu á leðursólum.

Málmnaglar léðu rómverskum hermönnum betri fótfestu.

 

Sandalar höfðu þekkst í þúsundir ára áður en lagður var grunnur að Rómarveldi en segja má að Rómverjar hafi breytt fótabúnaði þessum í sannkallað vopn, því rómversku hermannasandalarnir urðu hluti af útbúnaði hersins strax 500 árum fyrir Krist.

 

Svokallaðir caliga-skór Rómverja voru gerðir úr mjúku leðri sem hægt var að laga að hvaða fæti sem var með leðurreimum.

 

Þægilegt var að ganga í sandölunum, jafnvel langar vegalengdir sem var að sjálfsögðu kostur í ríki sem náði yfir gjörvallt Miðjarðarhafssvæðið.

 

Til viðbótar þessu má nefna bráðsnjalla hugmynd sem Rómverjar fengu að láni hjá knésettum nágrönnum sínum, Etrúrum: Nágrannarnir þöktu nefnilega skósólana á fótabúnaði sínum með málmnöglum sem ætlað var að mynda betra grip við undirlagið.

 

Skórnir urðu að sama skapi sterklegri sökum naglanna, auk þess sem hermennirnir fengu aukna fótfestu í styrjöldum.

 

Sandalarnir sögðu jafnframt til um tign notandans innan hersins. Því hærra upp sem skórnir náðu, þeim mun háttsettari var notandinn.

 

Háttsettir liðsforingjar gengu fyrir vikið í sandölum sem líktust stígvélum sem náðu alveg upp að hné og voru skreyttir með eðalsteinum, fílabeini og loðfeldi.

 

Háir hælar kunna að hafa verið eins konar stöðutákn.

500 e. Kr.: Forfeður víkinganna gengu í hælaskóm

Sjaldgæft er að fatnaður og skór frá járnöld Norðurlanda finnist.

 

Rakt loftslagið gerir það að verkum að fatnaðurinn verður morkinn með þeim afleiðingum að aðeins örlitlir bútar varðveitast en ýmsir munir sem fundist hafa á Borgundarhólmi hafa þó veitt örlitla innsýn í skótískuna á dögum forfeðra víkinganna.

 

Fornleifafræðingar hafa fundið marga búta af gullþynnum frá 6. öld eftir Krist, með myndskreytingum, þ.e. svonefndum gullþynnumyndum.

 

Vísindamennirnir fundu nokkuð sérlega skondið á gullþynnunum: Háir hælar virðast hafa verið í tísku meðal forfeðra víkinganna, bæði hjá konum og körlum.

 

MIÐALDIR

Skósmiðir gátu svo styrkt sólana með viði eða málmi til þess að þeir yrðu traustari.

11. til 17. öld: Skósmiðagreinin var lokaður hópur

Skósmiðastarfið var vernduð starfsgrein á miðöldum. Skósmiðastéttin ákvað með öðrum orðum hverjir mættu vinna með skófatnað.

 

Starf skósmiða í borgum var einkar ábatasöm atvinna. Raunar voru oft svo margir skósmiðir í hverri borg á miðöldum að heilu göturnar voru nefndar eftir þeim.

 

Stéttarfélagarnir voru hluti af borgarastétt bæjanna og áttu í stöðugum deilum við ólöglega, ólærða skósmiði í því skyni að vernda starfsemi sína.

 

Þeir ungu menn sem hugðust læra iðnina þurftu að vera í læri hjá meistara innan skósmíðinnar svo árum skipti áður en þeir fengu leyfi til að starfa sem skósmiðir sjálfir.

 

Ósjaldan erfðist starfsgreinin frá föður til sonar en stöku sinnum tóku skósmiðir lærlinga sem ekki tilheyrðu fjölskyldunni. Þegar skósmiðir létust máttu ekkjurnar reka verkstæði þeirra áfram, allt þar til þær eignuðust nýjan mann.

 

Skósmíðaverkstæði áttu helst að hafa yfir að ráða einum meistara og tveimur starfsmönnum, þ.e. einum skósmiðssveini og svo lærlingi.

 

Fyrirmynd þessi átti rætur að rekja aftur til Grikklands til forna en sagnfræðingurinn Xenófón sem búsettur var í Aþenu, lýsti verkaskiptingu á skósmíðaverkstæði á þann veg.

 

Í rauninni voru fæst skósmíðaverkstæði mönnuð með þessu móti, heldur var oftast um það að ræða að eiginkona skósmiðsins og börn hans væru honum innan handar.

 

Á miðöldum var algengt að skósmiðir sinntu öllum þrepum starfsins, allt frá því að fá ósútaða kýrhúð í hendurnar og svo að sauma að lokum sjálfa skóna.

 

Þegar fram liðu stundir færðust þó sumir þættir vinnslunnar yfir í hendur sérhæfðari iðnaðarmanna.

 

Rösklega heilt ár í framleiðslu

1.

Þegar skósmiður fékk í hendurnar kýrhúð átti að öllu jöfnu eftir súta hana. Húðin var lögð í upplausn úr álúnsalti, eikarberki eða þvagi. Síðan var húðin brotin saman og rotnunarferlið hófst.

2.

Húðin þurfti að vera í leginum í tvær til þrjár vikur áður en unnt var að skafa feldinn af með sútunarhnífi. Síðan var húðinni komið fyrir í súrri upplausn og því næst var hún meðhöndluð með fitu. Að því loknu þurfti að strekkja húðina til að mýkja skinnið. Þá var hún lögð í bala og þakin með berki og köldu vatni í heilt ár. Að því loknu var skinnið loks tilbúið til notkunar.

3.

Áður en unnt var að smíða skóinn þurfti skósmiðurinn að nota svokallaðan leist en með því er átt við viðarlíkan í sömu stærð og af sömu lögun og fótur viðskiptavinarins. Skórinn var síðan saumaður utan um leist þennan.

4.

Þegar leðrið og leisturinn voru tilbúin var loks hægt að byrja að sauma skóinn. Skór voru að öllu jöfnu saumaðir úr tveimur bútum leðurs, sólaleðri og yfirleðri sem sauma þurfti saman. Leðurbútarnir voru sniðnir til og að því loknu hófust skósmiðurinn og sveinninn handa við að sauma stykkin saman svo úr yrði skór. Fingurnir þurftu að vera sterklegir til að unnt væri að reka nálina í gegnum leðrið.

5.

Skór voru að jafnaði saumaðir eftir máli fyrir sérhvern viðskiptavin. Þegar fram liðu stundir varð framleiðsluferlið þó kerfisbundnara með þeim afleiðingum að viðskiptavinir fóru að geta keypt tilbúna skó á mörkuðum eða í litlum skóbúðum sem skósmiðirnir þá ráku.

Síðasta verksmiðjan sem framleiddi lótusskó var lögð niður árið 1999.

11. öld og þar eftir: Lótusfætur – fegurð og kvalræði

Á 11. og 12. öld komst sú ,,tíska” í hámæli í Japan og Kína að konur skyldu vera með svo smágerða fætur að þeir kæmust fyrir í örlitlum, háhæluðum, támjóum skóm sem voru aðeins 11 cm á lengd. Slíkir skór kölluðust lótusskór.

 

Þessi nýja skótíska táknaði þúsund ára kvalræði meðal kínverskra kvenna.

 

Lótusfóturinn stafaði frá hirð keisarans

Ef marka má fornar sögur, á lótusskótískan rætur að rekja til ofanverðrar 10. aldar. Sagan segir að keisarinn Li Yu hafi beðið eina af hjákonum sínum um að reyra fætur hennar þannig að þeir fengju á sig lögun hálfmána og að dansa fyrir sig eins konar ballett.

 

Li Yu langaði nefnilega til þess að fætur hjákonunnar líktust lótusblómi. Dansinn var svo þokkafullur að reyrðir fætur komust í tísku innan hirðarinnar. Síðan breiddist þessi ímynd hins fullkomna kvenfótar út frá hirðinni til almennings næstu aldirnar.

 

Afskræmdir fætur þóttu afar fagrir

Hinn fullkomni kvenfótur var ellefu cm á lengd. Þegar stúlkurnar voru mjög ungar að árum voru fætur þeirra reyrðir í efni sem þvingaði tærnar til að vaxa inn undir ilina í stað þess að snúa fram.

 

Milljónir kínverskra kvenna trítluðu síðan um með samanvöðlaða fætur í fínum háhæluðum lótusskóm. Þær tóku örsmá skref og kvöldust í hverju spori alla ævina.

 

Skótíska þessi var þó gagnrýnd af hugsuðinum Che Ruoshui sem ritaði svo á 13. öld:

 

„Litlar telpur, vart nema fjögurra eða fimm ára að aldri sem engum hafa gert mein, eru látnar ganga í gegnum skelfilegar kvalir þegar fætur þeirra eru reyrðir. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé gott fyrir neinn“. Enginn hlustaði hins vegar á hann.

 

Reyrðir fætur heyra brátt sögunni til

Lótusfætur áttu eftir að vera fastmótaður hluti af kínverskri menningu næstu aldirnar.

 

Frá því um miðbik 19. aldar fór að bera á mótmælum gegn lótusfótatískunni og stofnuð voru samtök sem mótmæltu þeim.

 

Árið 1912 var svo bannað að reyra fætur og 15 árum síðar leiddi rannsókn í ljós að hlutfall stúlkna með reyrða fætur hafði minnkað úr 95 af hundraði niður í einungis 2,3%.

 

Um síðustu aldamót voru aðeins gamlar konur í Kína með reyrða fætur.

 

Skór með uppbrettum tám duttu úr tísku á 13. öld en öðluðust svo vinsældir aftur hundrað árum síðar.

12. til 15. öld: Háaðall Evrópu hrasaði í skóm með uppbrettum tám

Skór með uppbrettri tá voru í tísku nánast allar miðaldir í Evrópu. Bæði karlar og konur tilheyrandi háaðlinum gengu í þessum einkar óhentugu skóm sem voru útbúnir langri, uppbrettri tá. Slíkir skór voru oftar en ekki mjög litríkir.

 

Slíkir „totuskór“ voru ein leið til að sýna hvaða stétt viðkomandi tilheyrði en löng tá táknaði að viðkomandi ætti heima ofarlega í virðingarstiganum. Almennir, fátækir borgarar gengu í skóm sem voru af sömu lengd og fóturinn.

 

Aðalinn og kóngafólkið mátti hins vegar sjá í skóm með svo langa totu að illgerlegt var að ganga um í þeim.

 

Toturnar voru fylltar með ull, grasi, heyi, mosa eða hárum, svo þeir minntu ekki á slyttislega sokka.

 

Í sumum tilvikum voru skórnir stífaðir af með hvalbeini. Dýrustu totuskórnir voru svo langir að notandinn þurfti að binda skótærnar fastar við hnén í því skyni að detta ekki sífellt fram yfir sig.

 

14.-19. öld: Palltöfflur lyftu Ósmönum upp yfir óhreinindi baðhúsanna og gatnanna

Margir klæðast baðtöfflum í sundlaugum í dag til að forðast óhreinindi og óæskilega bleytu. Svokallaðir „kabkab“-skór Ósmana á 14.-15. öld gegndu sama hlutverki en eins og glöggir lesendur geta gert sér í hugarlund vísar heitið til hljóðsins sem skórnir gefa frá sér á marmaragólfunum.

 

Upphækkuðu baðtöfflurnar voru notaðar til að lyfta sér frá blautu gólfunum í baðhúsunum. Skór þessir voru gerðir úr viði og skór efnafólks voru iðulega prýddir silfur- og gullkeðjum.

 

Innan í viðartöfflunni voru gjarnan innlagðar skelplötur, bæði á sólanum og á upphækkuninni. Á ofanverðum skósólanum var svo að finna reim úr leðri, flaueli eða silki sem notuð var til að festa töffluna á fótinn.

 

Karlmenn notuðu töfflur þessar aðallega í baðhúsunum. Konur gengu aftur á móti í þeim innanhúss til þess að óhreinindi af götunum bærust síður á fatnað þeirra.

 

ENDURREISNARTÍMABILIÐ OG SEINNA

Mikið magn korks fór í framleiðslu á þykkbotna skóm.

15. til 17. öld: Konur í Feneyjum stauluðust um á stultum

Því hærri sem skórnir voru, þeim mun betri! Þetta var að minnsta kosti skoðun efnaðra kaupmannsfrúa í Feneyjum. Aðrir Evrópubúnar hristu höfuðið undrandi.

 

Þykkbotna skór eru ekki nýir af nálinni. Þó svo að slíkir skór nú á dögum virðist vera háir, þá komast þeir ekki með tærnar þar sem skór í Feneyjum á 15.-17. öld höfðu hælana, ef þannig má að orði komast.

 

Fínu frúrnar í Feneyjum skjögruðu um á 50 cm háum skóm sem kallaðir voru „chopines“. Þessir háu skór tryggðu að fatnaður kvennanna óhreinkaðist ekki á skítugum götum borgarinnar.

 

Ekki skemmdi fyrir að notendur skónna virtust vera hærri en aðrir borgarbúar og þannig skáru efnuðu kaupmannsfrúrnar sig úr hópi almúgans á götum úti.

 

Upphækkun þessa fótabúnaðar var að öllu jöfnu gerð úr korki eða viði, með styrkingu úr fíngerðum málmstöngum.

 

Ókosturinn var raunar sá að einkar erfitt var að ganga í skónum og margar kvennanna þurftu annað hvort að styðjast við staf eða þjón þegar þær gengu um bæinn.

 

Flestum öðrum Evrópubúum fannst skór þessir vera furðulegt uppátæki en reyndar náðu þeir allnokkrum vinsældum á Spáni.

 

Skórnir nutu í raun réttri svo mikilla vinsælda að mestöll korkuppskeran á Spáni á 15. öld fór í framleiðslu á upphækkunum fyrir þessa gerð af kvenskóm.

 

Hinrik 8., Englandskonungur, gekk í skóm með breiðri tá, því samhverfir skór voru í tísku.

16. öld: Vinstri og hægri skór eins

Næstum allir hafa reynt að fara í „krummafót“ en þetta var engum vandkvæðum bundið í Evrópu á 16. öld því þá gengu allir í skóm með breiðri tá.

 

Ástæðan var sú að þá fjölgaði ófaglærðum skósmiðum til muna með þeim afleiðingum að skóverð hrapaði alls staðar.

 

Gömlu skósmiðunum fannst að sér þrengt og settu á markað ódýra, samhverfa skó.

 

Skósmiðirnir voru vanir að þurfa að nota einn leist fyrir vinstri fót og annan fyrir þann hægri en þegar þeir saumuðu samhverfa skó þurftu þeir aðeins að nota einn leist.

 

Sólkonungurinn gerði hælaskó vinsæla í Evrópu.

17. til 18. öld: Sólkonungurinn réði tískunni

Sendinefnd persneska keisarans kynnti hælaskó til sögunnar í Evrópu á 16. og 17. öld. Þar urðu slíkir skór stöðutákn fyrir yfirstéttarkarla.

 

Sólkonungurinn í Frakklandi, Loðvík 14. (1638-1715) setti mark sitt á háhæluðu skótískuna með því að ganga í rauðum hælaskóm sem aðeins hann og háttsettir menn innan hirðar hans máttu nota.

 

Konungurinn sá til þess að strangt eftirlit væri haft með hæð hælanna: Skór almúgans máttu vera með hálfrar tommu háum hælum, hið mesta, borgarastéttin með einnar tommu hælum, riddaraskór máttu vera 1 ½ tomma á hæð, aðalsmenn gátu verið með tveggja tommu hæla og prinsarnir máttu ganga í skóm sem voru útbúnir 2 ½ tommu hælum.

 

Samkvæmt japanskri forlagatrú boðar það óhapp ef táreimin á geta-skóm slitnar.

18. öld og síðan: Baðtöfflur héldu fiski frá fótum Japana

Á 18. öld mátti heyra kunnuglega skelli hljóma um göturnar í bæjum í Japan en hljóðið stafaði af skellum sem heyrðust þegar sandalarnir skullu á steinlögðum götum borganna.

 

„Geta“ er í raun blanda af tréklossum og „flip-flop“-töfflum en skór þessir eiga í raun rætur að rekja til Kína. Þaðan bárust skórnir svo til Japans, þar sem stór hluti þjóðarinnar vandist notkun þeirra.

 

„Geta“-skór voru með þrjár „tennur“ (lóðréttar tréplötur) að neðanverðu og voru skórnir skornir út úr heilum viðarbút. Að ofanverðu var skórinn útbúinn með táreim.

 

Töluvert snúið var að ganga á „geta“ sem krafðist þó nokkurrar æfingar, einkum þó ef skórinn var aðeins útbúinn einni „tönn“ að neðanverðu. Tilgangurinn var að skórinn lyfti þeim sem hann bar yfir óhreinindin á jörðinni.

 

Slíkir skór þóttu einkum hagkvæmir fyrir alla sem gengu í kímónó-slopp. Fisksalar á mörkuðum landsins notuðu þessa tilteknu skó að sama skapi en þannig tókst þeim að halda fatnaðinum hreinum þegar þeir gengu um innan um fiskúrganginn.

 

Nú á dögum eru það einkum sushi-kokkar og fisksalar sem ganga í „geta“-skóm en annars eru þeir sjaldséðir á götum úti.

 

Skór sem voru litaðir með eiturefninu arsentríoxíði urðu vinsælir á 19. öld.

1814: Eiturgrænir skór ollu eitrun í konum

Árið 1814 fundu tveir þýskir efnafræðingar upp nýja aðferð við að framleiða grænan lit. Fagurgrænn litur þeirra entist lengur en ella og dofnaði ekki. Fyrir bragðið varð litur þessi fljótt vinsæll til að lita með fatnað.

 

Fíngerðir satínskór voru gjarnan litaðir með þessum sterkgræna lit en læknar og efnafræðingar urðu þó fljótt varir við heilsufarsvanda sem af litnum stafaði.

 

Margir sem gengu í skóm eða fatnaði lituðum með þessum nýja lit fengu uppköst, niðurgang, bólgur og lentu í öndunarerfiðleikum.

 

Þegar þýsku efnafræðingarnir kunngjörðu hvað liturinn innihélt árið 1822 kom í ljós að hann innihélt efnið arsentríoxíð sem er baneitrað.

 

Þar sem engum öðrum tókst að framleiða þennan fagurgræna lit á annan hátt var haldið áfram að nota þetta lífshættulega litarefni fram á 19. öld.

 

Skömmu eftir þetta, þ.e. árið 1867, fengu bændur í Bandaríkjunum þá hugmynd að nota efnið sem skordýraeitur og varð þetta fyrsti þekkti skordýra- og illgresiseyðirinn í heiminum.

 

Skór og stígvél kvenna áttu helst að espa upp hitt kynið.

Um 1890: Sokkastígvél þóttu kynþokkafull

Á síðari hluta 19. aldar fyrirskipuðu siðvenjur samfélagsins að konur skyldu hylja líkama sinn. Þær máttu umfram allt ekki freista karlmanna og fyrir vikið gengu þær í síðum kjólum sem huldu fótleggina alveg niður að ökkla.

 

Skaparar tískunnar fundu sér hins vegar sómakærar krókaleiðir til þess að konur gætu orðið eilítið meira freistandi. Skófatnaðurinn bauð svo auðvitað upp á að karlar gætu stolist til að kíkja aðeins.

 

Dæmi um aðferð til að hafa konur vel huldar en engu að síður freistandi var fólgið í stígvélum sem náðu upp að hné.

 

Stígvélið var hannað líkt og sokkur og karlar sem stálust til að gægjast á eggjandi stígvélin hafa orðið að berjast við að roðna ekki af æsingi.

 

Air Jordan-skórinn nýtur enn mikilla vinsælda.

1984: Nike og Jordan tóku yfir markaðinn

Allt til ársins 1980 voru strigaskór nánast eingöngu notaðir við íþróttaiðkun en þetta breyttist skyndilega árið 1984 þegar skóframleiðandinn undirritaði samning við körfuboltastjörnuna Michael Jordan.

 

Framleiðandinn Nike fékk að kalla nýju íþróttaskóna sína „Air Jordan“ gegn því að Jordan yrði greidd hálf milljón Bandaríkjadala á ári næstu fimm árin, auk þess að greiða honum óþekkt hlutfall af ágóðanum.

 

Með undirritun þessa samnings gerði Nike sér vonir um að geta selt allt að u.þ.b. 100.000 skópör á ári.

 

Skóframleiðandinn vanmat hins vegar möguleikana sem voru fólgnir í þessum nýju skóm, því þegar árið 1984 var liðið og farið var að gera upp söluna kom í ljós að Nike hafði selt um fjögur milljón pör af þessum tilteknu skóm, að verðmæti 126 milljón dala.

 

Upprunalegu Air Jordan-íþróttaskórnir eru enn þann dag í dag söluhæstu skór allra tíma.

 

 

Birt: 23.10.2021

 

 

Jónas Terney Arason

 

 

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

5

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

5

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

6

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is