Lifandi Saga

Hvenær fórum við að nota skart? 

Fyrstu steinaldarforfeður okkar elskuðu að skreyta sig með skarti. Það sýnir hnefafylli af 150.000 ára gömlum sniglaskeljum sem fundust í afrískum helli.

BIRT: 17/06/2022

Þegar fyrir um 150.000 árum elskuðu manneskjur að skreyta sig með skarti. Það er niðurstaða teymis sérfræðinga frá hinum bandaríska University of Arizona sem á árunum 2014 til 2018 fann handfylli af skeljum sæsnigla í helli í Marokkó. 

 

Búið var að bora göt á 33 skeljar svo að festa mætti þær í snúru. Samkvæmt sérfræðingum hafa skeljarnar líklega verið bornar sem eins konar hálskeðja eða festar á klæði til skreytingar. 

Sniglaskeljarnar eru hver um 1,5 cm í þvermál og bera slitmerki sem sýna að þær hafa verið notaðar sem skart. 

Skartgripir voru notaðir til að hafa samskipti

Fundur skeljanna er mikilvægur því hann sýnir að þessir fyrstu menn nýttu sér þróað form samskipta án tungumáls – t.d. með því að bera stöðutákn eins og skart eða íklæðast einhverjum sérstökum klæðnaði.

 

Fundurinn bendir einnig til að þessar fornu manneskjur hafi eftir öllum ummerkjum að dæma haft flóknara félagslegt samband en sérfræðingar hafa ætlað til þessa. 

 

Sérfræðingarnir geta þó ekki sagt nákvæmlega við hvaða tækifæri þessar skeljar hafa verið notaðar í Marokkó. Ein upplýst ágiskun er sú að eigandinn hafi notað skeljarnar til að sýna hvaða ættbálki hann tilheyrði. Þörfin hefur líklega vaxið eftir því sem sífellt fleiri hópar manna settust að í Norður-Afríku fyrir einhverjum 150.000 árum. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© A. Bouzouggar, INSAP, Morocco

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Lifandi Saga

Hvenær urðum við pólitískt réttsinnuð? 

Maðurinn

7 mýtur um hæð: „Hávöxnu fólki vegnar betur í lífinu“

Alheimurinn

Hvernig hafa geimför samband við jörðina?

Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Alheimurinn

Pólstjarnan er leiðarvísir á næturhimni

Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Maðurinn

Hve langt nær skaðsemi óbeinna reykinga?

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.