Lifandi Saga

Hvenær var skaðsemi reykinga upgötvað?

Læknar undruðust mjög gríðarlega aukningu á lungnakarabbameini í upphafi 20. aldar. En við nánari rannsókn vísindamanna small allt saman.

BIRT: 27/01/2024

Í dag deyr yfir ein milljón reykingamanna úr lungnakrabba á hverju ári. En fram á 20. öld var sjúkdómurinn svo sjaldgæfur að fæstir læknar vissu af honum.

 

Sjúklingum fjölgaði hins vegar mjög á fyrstu áratugum 20. aldar eftir því sem reykingamönnum fjölgaði og árið 1912 varð Bretinn Isaac Adler fyrsti læknirinn til að gefa út bók um lungnakrabbamein.

 

Að sögn Adler voru veikindin líklega vegna „tóbaksmisnotkunar“ en hann var óviss og „ekki enn tilbúinn að kveða upp endanlegan dóm“.

 

Þýskur læknir tók af skarið

Dómurinn var kveðinn upp árið 1929 af Þjóðverjanum Fritz Lickint. Hann gaf út ritgerð sem tengdi reykingar tölfræðilega við krabbamein og á þriðja áratugnum gaf hann út nokkrar bækur sem drógu saman allar rannsóknir á tóbaki og komst að þeirri niðurstöðu að reykingar væru án efa orsök krabbameins.

 

Rannsóknir Lickints fengu ekki mikinn hljómgrunn utan Þýskalands og drukknuðu að mestu í valdatöku nasista og seinni heimsstyrjöldinni.

 

Á fimmta áratugnum var Lickints tóku breskir og bandarískir vísindamenn við keflinu og rannsóknir þeirra staðfestu kenningu þýska læknisins.

Vinsælir leikarar sáust oft sígarettuauglýsingum fjórða áratugarins – hér leikkonan Claudette Colbert.

Stjórnmálamenn bætast í baráttuna

Náðarhöggið var svo veitt árið 1964, þegar bandarísk heilbrigðisyfirvöld birtu skýrslu sem hafði greint 7.000 rannsóknir á áhrifum tóbaks á líkamann. Niðurstaðan var skýr: Reykingar leiða til lungnakrabbameins.

 

Þegar öllum vafa var eytt fóru bandarískir stjórnmálamenn að láta til sín taka. Árið 1965 voru sígarettupakkar útbúnir með viðvörunum og fljótlega hófust einnig upplýsingaherferðir, bann við tóbaksauglýsingum í sjónvarpi og takmarkanir á reykingum t.d. í veitingahúsum og flugi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Ladies' Home Journal

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.