Tákn karla var hringur með ör sem vísaði upp á við á ská en táknið fyrir konur var hringur með krossi undir.
Táknin eiga bæði rætur að rekja til stjörnufræðinnar, þar sem þau tákna annars vegar Mars og hins vegar Venus.
Táknin stafa bæði frá tíma Rómarríkis og eru tengd guðunum Mars og Venus. Tákn Mars á að sýna rómverskan stríðsguð en hringurinn táknar skjöld hans og örin spjótið.
Táknið fyrir ástargyðjuna Venus sýnir spegil sem hún er iðulega látin bera í rómverskri goðafræði.
Stjörnufræðitákn
Sólin.
Allt aftur í fornöld Egypta var sólin sýnd sem hringur með punkti í miðjunni.
Merkúr
Talið er að táknið eigi að sýna vængjaðan hjálm rómverska guðsins Merkúrs ellegar staf hans.
Jörðin
Hringur með krossi í miðjunni var sólartákn á bronsöld en stjörnufræðingar notuðu það sem tákn Jarðar.
Venus
Tákn rómversku gyðjunnar Venusar sýnir spegil hennar. Þverstrikið á „höldunni“ er kristileg viðbót til þess að gefa til kynna kross.
Mars
Táknið sýnir vopn stríðsguðsins Mars, þ.e. skjöld hans og spjót.
Á 18. öld ákvað sænski grasafræðingurinn Carl von Linné að nota táknin tvö til að lýsa plöntum í líffræðiritum sínum. Allar götur síðan hafa þau verið notuð til að gefa til kynna kynin tvö.