Mörg þúsund loftsteinar ganga eftir brautum sem annað veifið liggja skammt frá jörðinni. Um einu sinni á ári fer loftsteinn á stærð við bíl skammt fram hjá jörðu. Slíkir steinar geta skollið inn í gufuhvolfið, en brenna þar upp.
19 metra loftsteinn yfir Rússlandi
Enn stærri loftsteinar geta brotnað þegar þeir skella á gufuhvolfinu og það verða þá minni steinar sem ná alla leið til jarðar. Þann 15. febrúar 2013 sprakk um 19 metra og 12.000 tonna lofsteinn í 23 km hæð yfir rússnesku borginni Tjeljabinsk.
Stjörnufræðingar hafa reiknað út að á 20 ára tímabili séu 13% líkur á að svipaður loftsteinn eða stærri skelli inn í gufuhvolfið.
1448 stórir loftsteinar árið 2014
Miklu fé er varið til að finna loftsteina sem veruleg hætta getur stafað af, steina sem eru meira en 150 metrar í þvermál og koma nær jörðu en í 7.500.000 km fjarlægð. Um áramótin 2013/14 hafði NASA skráð 1.448 slíka lofsteina.
Hættan á því að jörðin verði fyrir stórum lofsteini á næstu 65 árum er hverfandi lítil.
Fimm hættulegustu lofsteinarnir
Stjörnufræðingar miða við stærð og áhættu þegar þeir reikna hættuhlutfall stórra lofsteina sem koma nálægt jörðu.
Lofsteinn Þvermál Áhættuhlutfall
1.1950 DA 1.300 m 0,025% fyrir árið 2080
2.1999 RQ36 560 m 0,026% fyrir árið 2182
3. 2007 VK184 130 m 0,055% fyrir árið 2048
4. 2009 FD 130 m 0,028% fyrir árið 2195
5. 2000 SG344 37 m 0,088% fyrir árið 2071