Hversu langur var Atlantsmúr nasistanna?

Eftir árangursríkar innrásir í nokkur Evrópulönd standa nasistar frammi fyrir löngu vandamáli: Þúsundir kílómetra óvarðar strandir. Lausnin er gríðarleg varnarmannvirki meðfram Atlantshafsströndum.

BIRT: 10/06/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

„Í náinni framtíð mun ströndum Evrópu stafa hætta af hugsanlegri landgöngu óvinaherja“.

 

Þetta ritaði Adolf Hitler í tilskipun til nánustu undirmanna sinna hinn 23. mars 1942.

 

Ári áður hafði foringinn stjórnað meiriháttar innrás í Sovétríkin og nú óttaðist nasistaleiðtoginn að árásin drægist á langinn og krefðist svo margra hersveita að foringinn myndi eiga í basli með að verja þann hluta af Vestur-Evrópu sem nasistar höfðu hernumið.

 

Hitler óttaðist þó einkum að Bretar og Bandaríkjamenn gengju á land við Atlantshafsströndina sem myndi hafa þær afleiðingar að hann yrði að berjast á tveimur vígstöðvum, með þeim erfiðleikum sem því fylgdi.

 

Lausn Hitlers var fólgin í Atlantsmúrnum – risavöxnu varnarvirki sem teygði úr sér yfir alls 3.500 km meðfram vesturströnd Spánar og allt til Norður-Noregs.

 

Atlantsmúrinn:

Atlantsmúrnum var ætlað að styrkja vestri fylkingararm Hitlers en reyndist vera jafn götóttur og gatasigti.

Skotgrafirnar

meðfram múrnum voru byggðar samkvæmt þýskum stöðlum en um var að ræða mörg hundruð staðlaðar grafir sem nasistarnir hönnuðu, með allt að 3,5 metra þykkum veggjum. Staðlað byggingarformið gerði það að verkum að umtalsvert fljótlegra og hagkvæmara var að útbúa grafirnar.

Bandamenn

komust fljótt yfir Atlantsmúrinn í júní 1944. Ástæðan var sú að þeir hermenn sem gættu múrsins voru m.a. særðir hermenn í endurhæfingu sem ekki var hægt að nota á austurvígstöðvunum.

Fallbyssuvirkið

í grennd við þorpið Saint-Marcouf í Normandí var útbúið þremur 210 mm fallbyssum með u.þ.b. 30 km skotlengd. Virkið féll hinn 12. júní 1944 án þess að til bardaga kæmi.

Atlantsmúrnum var ætlað að styrkja vestri fylkingararm Hitlers en reyndist vera jafn götóttur og gatasigti.

Skotgrafirnar meðfram múrnum voru byggðar samkvæmt þýskum stöðlum en um var að ræða mörg hundruð staðlaðar grafir sem nasistarnir hönnuðu, með allt að 3,5 metra þykkum veggjum. Staðlað byggingarformið gerði það að verkum að umtalsvert fljótlegra og hagkvæmara var að útbúa grafirnar.

Bandamenn komust fljótt yfir Atlantsmúrinn í júní 1944. Ástæðan var sú að þeir hermenn sem gættu múrsins voru m.a. særðir hermenn í endurhæfingu sem ekki var hægt að nota á austurvígstöðvunum.

Fallbyssuvirkið í grennd við þorpið Saint-Marcouf í Normandí var útbúið þremur 210 mm fallbyssum með u.þ.b. 30 km skotlengd. Virkið féll hinn 12. júní 1944 án þess að til bardaga kæmi.

Sjálfur varnargarðurinn var ekki ein samhangandi varnarlína, heldur samanstóð hann af 15.000 mannvirkjum, skotgröfum, virkisveggjum, sprengjusvæðum og hindrunum meðfram strandlínunni.

 

Mannvirkin höfðu einkum verið reist á þeim stöðum sem Hitler fannst líklegast að bandamenn gætu ráðist til atlögu á, m.a. við hafnir, hernaðarmannvirki og mikilvægar verksmiðjur.

 

Þrátt fyrir mikilfengleg áform Hitlers skipti Atlantsmúrinn ákaflega litlu máli fyrir útkomu síðari heimsstyrjaldar.

 

Varnarlínan var allt of slitrótt og veikburða til að hún gæti skipt sköpum og þegar bandamenn réðust inn í Normandí þann 6. júní 1944 ruddust þeir í gegnum múrinn á örfáum klukkustundum.

 

„Maður þurfti ekki annað en gjóa augunum í átt að múrnum í Normandí til að átta sig á hvers kyns drasl eiginlega um var að ræða“, sagði þýski yfirhershöfðinginn Gerd von Rundstedt eftir stríðið.

Framkvæmdin

Í júní árið 1941 lét Hitler útbúa ýmis varnarmannvirki á Ermarsundseyjunum sem ætlað var að tryggja að ekki yrði ráðist á þá frá Englandi. Ári síðar ákvað Hitler að hann þyrfti að verjast betur gegn bandamönnum og fyrirskipaði að Atlantsmúrinn skyldi reistur.

 

Vinnan við varnargarðinn var undir eftirliti verkfræðieiningarinnar „Organisation Todt“ sem var alræmd fyrir að notfæra sér þræla í vinnu. Af þeim u.þ.b. 250.000 mönnum sem reistu múrinn, voru langflestir fangar í útrýmingarbúðum eða íbúar hernuminna landa sem þvingaðir voru í vinnu.

BIRT: 10/06/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: BRidgeman Images, Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is