Lifandi Saga

Hver fann upp fyrsta samfélagsmiðilinn?

Árið 1997 lauk heimasíðan SixDegrees.com upp dyrunum að nýju stafrænu tímaskeiði. Í ljós átti eftir að koma að heimurinn var ekki tilbúinn fyrir samfélagsmiðla á þeirri stundu.

BIRT: 05/02/2023

Fyrsta samfélagsmiðlinum sem svipar til þess sem við þekkjum í dag, var hrint úr vör í Bandaríkjunum og var það Bandaríkjamaðurinn Andrew Weinreich sem átti heiðurinn af því. Hann útbjó miðilinn Six Degrees en heimasíðu hans var hleypt af stokkunum í maí 1997.

 

Á heimasíðu Six Degrees gafst notendum tækifæri til að stofna reikninga, vingast við aðra notendur, senda vinum sínum skilaboð og að „blogga“ en með því var átt við að notendurnir gátu ritað frásagnir úr lífi sínu. Síðunni var vel tekið í fyrstu og töldu notendur hennar alls 3,5 milljónir þegar best lét.

 

Þó svo að Six Degrees hafi átt allmiklum vinsældum að fagna setti tæknin síðunni þó óneitanlega skorður. Undir lok síðasta áratugar 20. aldar var aðgangur að internetinu enn takmarkaður, einkum sökum þess hve kostnaðarsamt var að nota netið.

 

Virknin meðal notenda Six Degrees var fyrir vikið takmörkuð.

 

Weinreich sagði það hafa staðið vinsældum síðunnar fyrir þrifum að stafrænar myndavélar og farsímar höfðu ekki náð fótfestu meðal almennings og að ekki var farið að deila myndefni og myndböndum í merkjanlegum mæli.

 

Síðast en ekki síst hafði markaðurinn fyrir netauglýsingar enn ekki þróast, líkt og síðar varð. Allir þessir tæknilegu örðugleikar gerðu það svo að verkum að vinsældir Six Degrees urðu ekki mælanlegar í fjármunum.

Samfélagsmiðlar hafa vakið óskipta athygli okkar frá árinu 1997

„Við vorum of snemma á ferðinni”

Weinreich var engu að síður heppinn þegar honum tókst að selja samfélagsmiðil sinn fyrir 125 milljón dali en þrátt fyrir að miðillinn markaði tímamót stefndi hann hraðbyri í gjaldþrot. Þetta var í desember 1999. Nýja eigandanum tókst heldur ekki að hagnast á miðlinum og ári síðar lognaðist starfsemin út af, þegar hin svokallaða netbóla náði hámarki.

 

Þegar síðan var lögð niður árið 2000 staðhæfði Andrew Weinreich að ástæða þess að síðan öðlaðist ekki nægar vinsældir væri einfaldlega sú að hún hefði komið á markað of snemma.

 

„Við vorum of snemma á ferðinni. Rétti tíminn skiptir ávallt sköpum“, sagði Weinreich.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Hver vegna veikjumst við meira á veturna?

Lifandi Saga

Spænska borgarastríðið: Heimshornaher gegn fasismanum

Jörðin

Hversu mikinn sand flytur sandstormur?

Náttúran

Af hverju er gler gegnsætt?

Lifandi Saga

Beittu áróðri gegn kynsjúkdómum

Alheimurinn

Að lágmarki 400 plánetur í sólkerfinu

Lifandi Saga

Hvenær varð Kasakstan til?

Náttúran

Hvaða gerð geislunar er skaðlegust?

Náttúran

Hvað er svartur ís (frostrigning)?

Náttúran

Á Suðurskautslandinu myndast dularfull vök af og til – nú vita vísindamenn ástæðuna

Náttúran

Órangútanapi græðir sár

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is