Hver fann upp fyrstu tölvuna?

Vélar eru hraðvirkari og áreiðanlegri en menn, áleit stærðfræðingurinn Charles Babbage. Á þriðja áratug 19. aldar ákvað hann að smíða vélræna reiknivél sem verður að teljast fyrsta tölvan.

BIRT: 10/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Í höfði breska stærðfræðingsins Charles Babbage kviknaði hugmynd þegar hann var staddur í París árið 1819. Í frönsku vísindaakademíunni (Académie des sciences) stóðu þykkar bækur í röðum í hillunum, allar troðfullar af stærðfræðitöflum sem skörpustu stærðfræðingar Frakka höfðu notað síðustu tíu árin. Skyldi ekki vera hægt að láta vél gera slíka útreikninga á skemmri tíma, hugsaði Babbage með sér.

 

Babbage hafði hrifist mjög af margvíslegum uppfinningum samtíma síns, þar á meðal vélum til vefnaðar og Bretinn ákvað nú að smíða vél sem mætti forrita, þegar hann sneri aftur til Englands. Frumgerðina hafði hann úthugsað 1822 og hana átti að nota til að reikna töflur með því að leggja saman tölur.

 

Um áratug síðar hafði draumurinn um þessa frumstæðu tölvu tæmt fjárhirsluna. En í aðstæðum sem hefðu komið flestum til að baða út höndum í uppgjöf, ákvað Babbage að stækka verkefnið og byggja þróaðri vél sem líka gæti margfaldað og deilt.

Endurgerð hinnar 200 ára gömlu reiknivélar Charles Babbage, hefur reynst starfa fullkomlega rétt.

Vélin notaði gataspjöld

Hin nýja vél Babbage var í grundvallaratriðum eins og tölvur nútímans. Reiknivél sem kallaðist myllan og minni sem með notkun gataspjalda rúmaði þúsund tölur sem hver um sig gat verið allt að 50 tölustafir. Sömu gataspjöld varðveittu einnig skipanir um hvernig vélin skyldi framkvæma útreikninga.

 

Því miður komst þessi 19. aldar tölva aldrei lengra en á teikniborðið. Babbage gat aldrei smíðað vélina sjálfa, m.a. vegna þess að með þeirrar tíðar tækni var ekki gerlegt að smíða alla þá 8.000 hreyfihluta sem vélin þarfnaðist.

 

Babbage skildi hins vegar eftir sig um 5.000 síður með tækniteikningum og verklýsingum og árið 1991 lét Vísindasafnið í London byggja mekaníska tölvu eftir forskrift Babbage. Sú vél virkaði óaðfinnanlega.

Myndband: Sjáðu tölvu Babbage starfa.

BIRT: 10/12/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Atomic Taco. © Art UK

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is