Vísindamenn: Margra klukkustunda skjánotkun á dag getur heft heilastarfsemi barna

Rannsókn ein leiddi í ljós að lítil börn sem verja mörgum klukkustundum fyrir framan skjáinn daglega eru með slælegri tengingar í heilasvæðum sem m.a. eru notuð fyrir málnotkun.

BIRT: 02/02/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Sjónvörp, tölvur, spjaldtölvur og símar. Við erum umkringd skjáum og á mörgum heimilum handfjatlar yngsta fólkið slík tæki daglega.

 

Þessi þróun hefur gert það að verkum að vísindamenn eru orðnir afar hugsi yfir því hver áhrif allra þessara skjáa eru á þroska barna, einkum á fyrstu æviárunum þegar heilinn og vitsmunaþroskinn taka miklum breytingum.

 

Hópur bandarískra vísindamanna við barnaspítalann í Cincinnati telja sig geta svarað spurningu vísindamannanna að hluta. Í rannsókn einni sem birtist í tímaritinu JAMA Pediatrics hafa vísindamennirnir nefnilega greint tengsl á milli aukinnar skjánotkunar annars vegar og breytinga í heila hins vegar.

Skimun leiddi í ljós slælegri heilatengingar

Vísindamennirnir skimuðu heila 47 barna á aldrinum 3-5 ára í sérlegu segulómtæki sem mælir hreyfingar vatnssameinda og getur með því móti gert sér einkar nákvæma mynd af byggingu heilavefjarins. Að því loknu var heilaskimunin borin saman við svokallaða ScreenQ-tölu barnanna.

 

Svokallað ScreenQ er eins konar mæliaðferð sem byggir á bandarískum ráðleggingum um skjánotkun barna.

 

Ef ScreenQ-tala barns er núll fylgja foreldrarnir og barnið öllum leiðbeiningum nákvæmlega, einnig því að ekki skuli vera skjáir í svefnherbergi barnsins og að það megi að hámarki eyða klukkustund á dag fyrir framan skjáinn.

 

Hafi barnið á hinn bóginn hlotið einkunnina 26 er ekki farið eftir neinum af reglunum.

 

Niðurstöðurnar sýndu að börn sem vörðu miklum tíma fyrir framan skjáinn voru með slælegri tengingar í hvíta efni heilans en við átti um þau börn sem sátu skemur en klukkustund á dag fyrir framan skjáinn.

 

Hvíta efnið sam­anstendur af knippum af tauga­þráðum (axons) sem eru einangraðir með fitu­lagi sem nefnist mýel­ín. Mýelín er fitu- og próteinríkt efni sem hefur einangrandi áhrif og tryggir skjót boð á milli taugafrumna.

 

Myndun þessa fitulags verður fyrir áhrifum í börnum og þetta á einnig við um getu taugafrumnanna til að flytja boð.

Þannig tryggir einangrun skjót boð

Með hjálp sérstaks fituslíðurs úr mýelíni geta taugafrumur heilans sent rafboð sín á miklum hraða.

1. Jónir streyma inn í taugafrumuna

Þegar taugafrumunni berast boð frá nágrannafrumu er rafhlöðnum natríumjónum hleypt inn í frumuna gegnum svokallað jónahlið. Þetta orsakar spennumismun sem gerir það að verkum að annað jónahlið í frumunni opnast.

2. Slíður einangra frumuna í hlutum

Taugaþræðirnir eru klæddir með einangrandi fituslíðri sem svokallaðar fágriplufrumur heilans framleiða. Á milli hvers einangrunarlags eru svo jónahlið þar sem jónum er hleypt inn og út úr frumunni.

3. Rafboð komast að endastöðinni

Einangrunin veldur því að taugaboð berast frá einu bilinu til annars og komast hratt að enda taugafrumunnar, þar sem það losar boðefni til næstu frumu.

Þannig tryggir einangrun skjót boð

Með hjálp sérstaks fituslíðurs úr mýelíni geta taugafrumur heilans sent rafboð sín á miklum hraða.

1. Jónir streyma inn í taugafrumuna

Þegar taugafrumunni berast boð frá nágrannafrumu er rafhlöðnum natríumjónum hleypt inn í frumuna gegnum svokallað jónahlið. Þetta orsakar spennumismun sem gerir það að verkum að annað jónahlið í frumunni opnast.

2. Slíður einangra frumuna í hlutum

Taugaþræðirnir eru klæddir með einangrandi fituslíðri sem svokallaðar fágriplufrumur heilans framleiða. Á milli hvers einangrunarlags eru svo jónahlið þar sem jónum er hleypt inn og út úr frumunni.

5. Rafboð komast að endastöðinni

Einangrunin veldur því að taugaboð berast frá einu bilinu til annars og komast hratt að enda taugafrumunnar, þar sem það losar boðefni til næstu frumu.

Slælegu tengingarnar sáust aðallega í heilasvæðum þar sem vitsmunaþroski á sér stað, t.d. þróun tungumáls og lestrarkunnátta.

 

Börn með mjög háa ScreenQ-tölu stóðu sig ekki vel í mörgum prófum sem reyna á vitrænan þroska, líkt og við var að búast. Þau notuðu sem dæmi ekki blæbrigðaríkt mál og áttu í mesta basli með að nefna heiti fyrirbæra og hluta.

Við þurfum ekki að banna skjánotkun

Þó svo að vísindamenn hafi greint tengsl milli aukinnar skjánotkunar og slælegs þroska skynsvæða heilans, þá benda þeir á að foreldrar þurfi ekki að banna skjánotkun alfarið.

 

Þeir benda á að ríkja verði jafnvægi, í ljósi þess að „raunveruleg“ samskipti og reynsla á borð við leiki, lestur og samtöl leiði af sér sterklegri uppbyggingar í heila heldur en óvirk afþreying frá skjánum.

BIRT: 02/02/2023

HÖFUNDUR: Charlotte Kjaer

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, Oliver Larsen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is