Árið 79 e.Kr. hófst skyndilega eldgos í eldfjallinu Vesúvíusi sem spúði miklu magni af eldi og eimyrju yfir nærliggjandi svæði. Þegar eldgosinu slotaði eftir tvo daga var strandbærinn Pompei sem lá sunnan við Napólí, þakinn margra metra þykku öskulagi.
Þannig lá bærinn niðurgrafinn í meira en 1.500 ár og nafn hans og staðsetning gleymdist – allt þar til 1592 er ítalskur arkitekt rakst á múrvegg með litríkri málningu, þegar hann var að vinna að gerð vatnsleiðslustokks.
Upp úr 1860 þróaði ítalski fornleifafræðingurinn Giuseppe Fiorelli nýja tækni sem segja má að hafi vakið hina látnu íbúa Pompei til lífsins.
Ítalir steyptu síðustu andartök íbúa Pompei
Upp úr 1860 þróaði ítalski fornleifafræðingurinn Giuseppe Fiorelli nýja tækni sem segja má að hafi vakið hina látnu íbúa Pompei til lífsins. Með sérstakri gipsblöndu endurskóp Fiorelli síðustu augnablik íbúa áður en Vesúvíus drap þá.
1. Fórnarlambið deyr: Þegar manneskja deyr og er þakin heitri ösku rotnar líkið burt með tímanum. Undir harðri öskuskelinni verðu til holrúm sem ber form manneskjunnar.
2. Eftirmynd steypt: Þegar sérfræðingar finna holrúm eftir hinn látna má nota það sem steypumót. Fljótandi gipsi er hellt niður í holrúmið í gegnum nokkrar útboraðar holur.
3. Hinn látni „vakinn til lífs“: Þegar gipsið hefur harðnað geta fornleifafræðingarnir fjarlægt öskuskelina. Eftir stendur nokkuð nákvæm eftirmynd af viðkomandi fórnarlambi Vesúvíusar.
Af óvissum ástæðum aðhafðist hann ekkert meira í þessu máli og rústirnar af Pompei gleymdust á ný.
Það var fyrst um 100 árum síðar sem fyrsti uppgröfturinn átti sér stað og fram eftir 18. öld rann smám saman upp fyrir fornleifafræðingum hversu stórbrotinn fundur væri hér á ferð. Uppgröfturinn einkenndist þó í fyrstu af leit að dýrgripum og það var fyrst á 19. öld sem uppgröftur Pompei varð skipulagður.
Fyrsti eiginlegi vísindalegi uppgröfturinn fór fram undir forystu arkitektsins Guiseppe Fiorellis sem var einnig fyrstur til að gera víðfrægar afsteypur af íbúum Pompei. Forelli skipti rústunum upp í minni svæði til þess að rannsaka mætti allt gaumgæfilega og skrá skipulega niður.
Margir af íbúum fórust þegar Vesúvíus gaus – ýmist á flótta eða inni í húsum sínum.
Þó er ennþá ekki búið að afhjúpa öll leyndarmál Pompei. Enn á eftir að grafa upp um þriðjung af bænum en fornleifafræðingar eru sífellt að gera nýjar uppgötvanir og meðal annars fundu þeir svokallað þrælaherbergi þar sem þrælafjölskylda hafði haft búsetu.