Hver uppgötvaði ósýnilega geislun sólar?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hin ósýnilega geislun sólar samanstendur af innrauðu og útfjólubláu ljósi sem uppgötvaðist með aðeins eins árs millibili. Árið 1800 klauf þýski tónlistarmaðurinn og stjörnufræðingurinn William Hurschel (1738 – 1822) sólarljósið í alla liti regnbogans með glerstrendingi. Síðan mældi hann hitastigið í mismunandi litum og uppgötvaði að heitasta hluta litrófsins var að finna utan við rauða og sýnilega svæðið. Hann nefndi þessa ósýnilegu geisla hitagæfa geisla – síðar voru þeir nefndir innrauð geislun.

Útfjólublá geislun uppgötvaðist árið 1801 af þýska eðlisfræðingnum Johann Wilhelm Ritter (1776 – 1810). Hann hafði fregnað af innrauðu geisluninni og vildi kanna hvort einnig væri að finna ósýnilega geislun í hinum enda litrófsins. Við rannsóknina notaði hann silfurklóríð sem hefur þann eiginleika að það dökknar þegar það verður fyrir ljósi. Ritter uppgötvaði að þessi efnahvörf voru hvað ákáfust þegar silfurklóríðið varð fyrir fjólubláa ljósi litrófsins. Hann nefndi þessa nýju geislun efnageislun, en síðar var tekið upp heitið útfjólublá geislun. Bæði innrauð og útfjólublá geislun hafa sömu eiginleika og ljós – en eru ekki sýnileg.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is