Fornleifafræði
Fyrir 2.000 árum var rauður litur mjög í tísku þegar skreyta átti húsveggi í Pompei. Af einhverjum ástæðum entist rauði liturinn þó aldrei nema ákveðinn tíma og varð á endanum svartur. Íbúar í borginni áttuðu sig ekki á ástæðunni og það gerðu vísindamenn nútímans ekki heldur fyrr en alveg nýlega.
Nú hafa vísindamenn við stofnunina “European Synchrotron Radiation Facility” í Frakklandi rannsakað þennan sérstaka rauða lit og greiningar þeirra leiddu í ljós að kvikasilfur og brennisteinn í litarefninu gengu í efnasambönd við kalk í vegghleðslunni og klór í sérstöku vaxefni sem notað var við hreingerningar.