Lifandi Saga

Hver var fyrsti heimsmeistarinn í skák?

Árið 1886 settust tveir menn niður við taflborð til að skera úr um hvor þeirra yrði fyrsti heimsmeistarinn í skák. Annar maðurinn skráði sig í sögubækurnar – en afleiðingar urðu hörmulegar fyrir hinn.

BIRT: 06/08/2022

Fyrsta opinbera heimsmeistaramótið í skák átti sér stað árið 1886 og stóð milli hins austurríska Wilhelm Steinitz og hins pólsk-breska Johannes Zukertort.

 

Steinitz hafði verið allsráðandi í skák um áratugi sem besti skákmaðurinn en hafði nýverið tapað fyrir hinum upprennandi Zukertort í tvígang.

Skákmenn höfðu þegar keppt í margar aldir áður en fyrsta opinbera heimsmeistaramótið var haldið árið 1886

Það voru því tveir af bestu skákmönnum heims sem settust andspænis hvor öðrum þann 13. janúar 1886 í New York. 

 

Þeir áttu að tefla þar til annar hvor næði 10 vinningum. Einvígið fór fram á næstum þremur mánuðum í borgunum New York, St. Louis og New Orleans þar sem áhorfendur fengu að fylgjast með keppninni um heimsmeistaratitilinn.

 

Ósigur var banvænn fyrir þann sem tapaði

Jafnteflin voru fjölmörg, hvor þeirra var kominn með fjóra vinninga eftir margar skákir. Þá vann Steinitz nokkrar skákir, meðan öllum var ljóst að verulega var dregið af Zukertort sem virtist örmagna og á barmi taugaáfalls vegna álagsins. 

Einvígið um HM-titilinn í skák árið 1886 stóð í næstum þrjá mánuði og fór fram í þremur borgum.

Þann 29. mars 1886 náði Steinitz 10 vinningum gegn 5 og varð þannig fyrsti opinberi heimsmeistarinn í skák.

 

Meðan Steinitz naut frægðarinnar á næstu árum, þá náði Zukertort sér aldrei eftir ósigurinn. Heilsu hans fór sífellt hrakandi og hann lést tveimur árum seinna eftir að hafa fengið heilablóðfall, aðeins 45 ára gamall.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© National Portrait Gallery. © Granger/Shutterstock/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.