Hljóðfæraleikari spilar á saxófón á meðan læknar skera í heila hans

Afar flóknar heilaskurðaðgerðir eiga sér stað á meðan sjúklingarnir eru glaðvakandi. Bandarískir læknar skáru æxli úr heila sjúklings á meðan hann lék á saxófón.

BIRT: 08/02/2021

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Maðurinn – Læknisfræði

Lestími: 1 mínúta

Ímyndið ykkur að læknar séu í þann veg að bora gat á höfuðkúpuna, losa um himnur heilans og skera burt krabbameinsæxli, allt á meðan þið eru glaðvakandi.

 

Þessi martröð er raunveruleiki margra sjúklinga, því flóknustu heilaaðgerðir eru framkvæmdar í dag með sjúklingana glaðvakandi.

 

Ein áhugaverðasta aðgerðin átti sér stað þegar Bandaríkjamaðurinn Dan Fabbio blés í saxófóninn sinn meðan á aðgerðinni stóð.

 

Með þessu móti tókst honum að bjarga starfsferli sínum og jafnframt að veita vísindamönnum innsýn í á hvern hátt heilinn vinnur úr tónlist.

Laglína kemur upp um rangan skurð

 

Dan Fabbio er atvinnuhljóðfæraleikari í New York. Hann var 25 ára gamall þegar læknar greindu æxli á stærð við egg í því svæði heilans sem skiptir öllu máli fyrir heyrn og tónlist.

 

Líf hans hefði hrunið, hefðu læknarnir skorið ranglega.

 

Fyrir vikið datt sérfræðingunum við Rochester háskóla í New York í hug að beita nýrri aðferð sem var fólgin í því að láta Dan spila á saxófón meðan á aðgerðinni stóð. Með því móti gæti skurðlæknirinn einfaldlega heyrt ef hann skar of nálægt svæði sem skipti máli fyrir tónlistariðkun.

 

Heilaskurðlæknarnir fengu í lið með sér prófessor í tónfræði og vitsmunavísindum, að nafni Elisabeth Marvin sem fengin var til að semja laglínu sem einungis krefðist þess að Dan andaði létt að sér, því ef andardrátturinn yrði of djúpur gæti heilinn þrútnað út frá höfuðkúpunni.

Söng sig í gegnum aðgerðina

 

Þetta er þó engan veginn í fyrsta sinn sem tónlistarfólk flytur tónverk meðan á heilaaðgerð stendur.

 

Fiðluleikarinn Roger Frisch lék undir þegar læknarnir reyndu að átta sig á orsök skjálfta hans.

Óperusöngvarinn Ambrož Bajec-Lapajne söng hins vegar alla aðgerðina sem gerð var á heila hans.

BIRT: 08/02/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is