Maðurinn

Tónlist dreifist eins og veirufaraldur

Stærðfræðingar hafa fylgst með útbreiðslu vinsælustu tónlistar í sjö ár og í ljós kom að tónlistin dreifist eftir alveg sama mynstri og veirufaraldur.

BIRT: 08/08/2022

Út frá einstökum og staðbundnum sýkingum getur á skömmum tíma breiðst út heimsfaraldur sem ógerlegt er að komast undan. Og nú er ekki verið að tala um veirusjúkdóm heldur tónlist.

 

Stærðfræðingurinn Dora Rosati hjá McMasterháskóla í Kanada hefur ásamt kollegum sínum komist að þeirri niðurstöðu að þau módel sem faraldursfræðingar nota til að spá fyrir um útbreiðslu sjúkdómsfaraldurs, megi líka sem best nota til að spá hvers oft tiltekinni tónlist verði hlaðið niður.

Eitt af smitandi lögunum í rannsókninni var „Bad Romance“ eftir Lady Gaga frá árinu 2009.

Fólk „smitar“ hvert annað með tónlist með því að tala um hana, skrifa um hana á félagsmiðlum eða hlusta saman – alveg nákvæmlega eins og fólk dreifir veirusjúkdómi með því að komast í snertingu hvert við annað.

 

Dreifingu veiru má sjá fyrir með svonefndu SIR-módeli sem reiknar út hve margir verði útsettir fyrir sjúkdómnum, hve margir sýkjast og hve margir ná bata.

 

Hver faraldur hefur sín eigin sérkenni. Á sama hátt hefur tiltekið lag sitt eigið dreifimynstur frá því að fyrsti hlustandinn hleður því niður þar til það nær sinni hámarksútbreiðslu.

LESTU EINNIG

Það er þó að sjálfsögðu ógerlegt að ákvarða hve margir hlusta á lagið á einhverjum tilteknum tímapunkti.

 

Til að sjá möguleg líkindi með spám SIR-módelsins og veruleikans einbeittu vísindamennirnir sér að þúsund vinsælustu lögunum sem hlaðið var niður á Bretlandi á tímabilinu 2007-2014.

 

Til að t.d. jólalög skekktu ekki niðurstöðuna voru 50 árstíðabundin lög útilokuð.

Jólalög eins og ,,Last Christmas” voru útilokuð til að skekkja ekki niðurstöðuna.

950 tónlistaratriðum var skipt eftir greinum og hópurinn skoðaði svo nákvæmlega niðurhalssögu hvers lags á þessum árum.

 

Í ljós kom að 828 lög dreifðust eftir nákvæmlega sama mynstri og sjúkdómsfaraldur.

 

Rannsókn Doru Rosati og félaga leiddi í ljós að rétt eins og veirusjúkdómar geta verið misjafnlega smitandi, er líka munur á því hve auðveldlega mismunandi greinar tónlistar dreifast.

 

Eins og við þekkjum úr Covid-faraldrinum gefur smitstuðullinn R0 til kynna hve marga sýktur einstaklingur smitar að meðaltali. Á sama hátt reiknaði Rosati út R-stuðulinn fyrir ýmsar mismunandi greinar tónlistar.

Raftónlist smitar mest

Smitstuðullinn, R0, gefur til kynna hversu smitandi veira er. Yfirfært á tónlist er raftónlist mest smitandi tónlistarstefnan.

Dance - smitstuðull 2,8

Þungarokk - smitstuðull 3,7

Reggí - smitstuðull 5,6

Kántrí - smitstuðull 5,8

Bollywood - smitstuðull 25

Indí - smitstuðull 25

Soul/R&B/funk - smitstuðull 31

Popp - smitstuðull 35

Rokk - smitstuðull 129

Rapp/hipohop - smitstuðull 311

Raftónlist - smitstuðull 3430

Hæsta stuðulinn hafði raftónlist eða 3430. Raftónlist er samkvæmt því um 200 sinnum meira smitandi en mislingar sem teljast einhver allra mest smitandi af öllum smitsjúkdómum.

 

Vísindamennirnir telja að þessi hái smitstuðull raftónlistar stafi af því að fólk sem á annað borð hlustar á raftónlist sé almennt þéttar tengt og hafi mjög brennandi áhuga.

 

Næst hyggjast vísindamennirnir rannsaka ofurdreifara á sviði tónlistar: Hvað veldur því að tiltekið lag getur breiðst svo hratt út og til svo stórs hluta af íbúunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

Shutterstock,

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is