Tónlist dreifist eins og veirufaraldur

Stærðfræðingar hafa fylgst með útbreiðslu vinsælustu tónlistar í sjö ár og í ljós kom að tónlistin dreifist eftir alveg sama mynstri og veirufaraldur.

BIRT: 08/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Út frá einstökum og staðbundnum sýkingum getur á skömmum tíma breiðst út heimsfaraldur sem ógerlegt er að komast undan. Og nú er ekki verið að tala um veirusjúkdóm heldur tónlist.

 

Stærðfræðingurinn Dora Rosati hjá McMasterháskóla í Kanada hefur ásamt kollegum sínum komist að þeirri niðurstöðu að þau módel sem faraldursfræðingar nota til að spá fyrir um útbreiðslu sjúkdómsfaraldurs, megi líka sem best nota til að spá hvers oft tiltekinni tónlist verði hlaðið niður.

Eitt af smitandi lögunum í rannsókninni var „Bad Romance“ eftir Lady Gaga frá árinu 2009.

Fólk „smitar“ hvert annað með tónlist með því að tala um hana, skrifa um hana á félagsmiðlum eða hlusta saman – alveg nákvæmlega eins og fólk dreifir veirusjúkdómi með því að komast í snertingu hvert við annað.

 

Dreifingu veiru má sjá fyrir með svonefndu SIR-módeli sem reiknar út hve margir verði útsettir fyrir sjúkdómnum, hve margir sýkjast og hve margir ná bata.

 

Hver faraldur hefur sín eigin sérkenni. Á sama hátt hefur tiltekið lag sitt eigið dreifimynstur frá því að fyrsti hlustandinn hleður því niður þar til það nær sinni hámarksútbreiðslu.

Það er þó að sjálfsögðu ógerlegt að ákvarða hve margir hlusta á lagið á einhverjum tilteknum tímapunkti.

 

Til að sjá möguleg líkindi með spám SIR-módelsins og veruleikans einbeittu vísindamennirnir sér að þúsund vinsælustu lögunum sem hlaðið var niður á Bretlandi á tímabilinu 2007-2014.

 

Til að t.d. jólalög skekktu ekki niðurstöðuna voru 50 árstíðabundin lög útilokuð.

Jólalög eins og ,,Last Christmas” voru útilokuð til að skekkja ekki niðurstöðuna.

950 tónlistaratriðum var skipt eftir greinum og hópurinn skoðaði svo nákvæmlega niðurhalssögu hvers lags á þessum árum.

 

Í ljós kom að 828 lög dreifðust eftir nákvæmlega sama mynstri og sjúkdómsfaraldur.

 

Rannsókn Doru Rosati og félaga leiddi í ljós að rétt eins og veirusjúkdómar geta verið misjafnlega smitandi, er líka munur á því hve auðveldlega mismunandi greinar tónlistar dreifast.

 

Eins og við þekkjum úr Covid-faraldrinum gefur smitstuðullinn R0 til kynna hve marga sýktur einstaklingur smitar að meðaltali. Á sama hátt reiknaði Rosati út R-stuðulinn fyrir ýmsar mismunandi greinar tónlistar.

Raftónlist smitar mest

Smitstuðullinn, R0, gefur til kynna hversu smitandi veira er. Yfirfært á tónlist er raftónlist mest smitandi tónlistarstefnan.

Dance - smitstuðull 2,8

Þungarokk - smitstuðull 3,7

Reggí - smitstuðull 5,6

Kántrí - smitstuðull 5,8

Bollywood - smitstuðull 25

Indí - smitstuðull 25

Soul/R&B/funk - smitstuðull 31

Popp - smitstuðull 35

Rokk - smitstuðull 129

Rapp/hipohop - smitstuðull 311

Raftónlist - smitstuðull 3430

Hæsta stuðulinn hafði raftónlist eða 3430. Raftónlist er samkvæmt því um 200 sinnum meira smitandi en mislingar sem teljast einhver allra mest smitandi af öllum smitsjúkdómum.

 

Vísindamennirnir telja að þessi hái smitstuðull raftónlistar stafi af því að fólk sem á annað borð hlustar á raftónlist sé almennt þéttar tengt og hafi mjög brennandi áhuga.

 

Næst hyggjast vísindamennirnir rannsaka ofurdreifara á sviði tónlistar: Hvað veldur því að tiltekið lag getur breiðst svo hratt út og til svo stórs hluta af íbúunum.

BIRT: 08/08/2022

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is