Lifandi Saga

Hver var starfi geisjunnar?

Atvinnugestgjafar voru mjög vinsælir á 18. og 19. öld. Í dag eru aðeins örfá þúsund eftir.

BIRT: 04/02/2024

Geisja er útlærður gestgjafi sem skemmtir gestum sínum með söng, dansi og tónlistarleik í matarveislum heldri manna.

 

Þessa hefð má rekja aftur til upphafs 16. aldar en upphaflega voru það karlmenn sem sinntu því starfi að hafa ofan af fyrir gestunum. Síðar tóku ungar konur við þessum starfa, enda voru þær mun vinsælli meðal karlanna.

Þrjú atriði mikilvæg fyrir geisju

Fallegt hár

Hárið er í raun hárkolla sem er sérstaklega mótuð til að draga fram fegurð andlits viðkomandi geisju. Hárgreiðslan líkist hefðbundinni hárgreiðslu japanskrar brúðar.

Færni í hljóðfæraleik

Shamisen er einn hornsteinninn í sígildri japanskri tónlist og minnir á banjó með þrjá strengi. Allar geisjur þurftu að vera mjög flinkar á hljóðfærið.

Hefðbundinn klæðnaður

Obi er breiður og dýrmætur mittislindi úr silki sem er hnýttur saman eftir kúnstarinnar reglum að aftan. Stærð og form hans gaf m.a. til kynna uppruna geisjunnar.

Áður en konurnar gátu spreytt sig sem gestgjafar þurftu þær að klára strangt nám. Á unga aldri voru stúlkur sendar í sérstaka skóla, þar sem þær lögðu stund á m.a. tónlist, dans, skrautritun, ljóðalestur og bókmenntir.

 

Auk þess lærðu þær einnig ýmsa félagslega færni – m.a. formlegar kveðjur og samræðulist – svo þær gætu sem best sinnt gestunum.

 

Á Vesturlöndum hafa geisjur jafnan verið tengdar vændi en kynlíf hefur aldrei verið hluti af starfslýsingu geisjunnar. Sumar geisjur áttu þó í langvinnu sambandi við viðskiptavini sína og ótal dæmi eru um að slík sambönd hafi endað með hjónabandi. Geisjur voru nefnilega í hávegum hafðar, enda voru þær bæði vel menntaðar og sérlega siðprúðar.

 

Myndaband – Hinar raunverulegu geisjur Japans

Þessi misskilningur varðandi vændi kann að stafa af því að þeim hafi verið ruglað saman við svonefndar oiran sem líktust geisjum og stunduðu sambærilegt nám en unnu fyrir sér með vændi. Þjónusta þeirra var einungis á færi efnamanna.

 

Nú á dögum telja geisjur fáein þúsund í Japan. Þær koma einkum fram í einkaveislum og á fínum veitingahúsum.

Eitt verk geisjunnar var að bera fram grænt te fyrir gestina.

Te-athöfnin er þungamiðja í japanskri menningu og tengist friðsæld, sálarheill og gestrisni. Á samkomum var það hlutverk geisjunnar að laga te og bera það fram. Það gaf henni jafnframt færi á að sýna aðra hæfileika sem gestgjafa. Slík athöfn gat staðið í fjóra tíma, oft með nokkrum málsverðum.

Eitt verk geisjunnar var að bera fram grænt te fyrir gestina.

Te-athöfnin er þungamiðja í japanskri menningu og tengist friðsæld, sálarheill og gestrisni. Á samkomum var það hlutverk geisjunnar að laga te og bera það fram. Það gaf henni jafnframt færi á að sýna aðra hæfileika sem gestgjafa. Slík athöfn gat staðið í fjóra tíma, oft með nokkrum málsverðum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

© Alinari/Bridgeman Images,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.