Luftwaffe varpaði sprengjum fyrir mistök
Luftwaffe réðist strax á fyrstu dögum síðari heimsstyrjaldar á borgaraleg skotmörk í Póllandi.
En Hitler fyrirskipaði að ekki mætti ráðast á Stóra-Bretland, því hann vonaðist eftir að geta samið um frið við stjórnvöld í London.
Þegar bardaginn um England hófst árið 1940 réðst Luftwaffe einungis á hernaðarleg skotmörk.
Sprengjuárásir áttu að stöðva hergagnaframleiðslu óvinarins og skelfa borgara.
Þann 24. ágúst varpaði þýsk sprengjuflugvél sprengjum sínum yfir London fyrir mistök og á næstu dögum svaraði Royal Airforce fyrir sig og lét sprengjum rigna yfir iðnaðarsvæði í Berlín.
Skemmdirnar voru litlar en Hitler leit á þetta sem mikla ögrun.
Hann gaf skipun um að eyðileggja breskar borgir og fram til 1945 fóru sprengjuflugvélar ótal leiðangra hjá stríðandi aðilum.
Hitler tók hanskana af
September. 1939
Þjóðverjar varpa sprengjum á pólska bæi
Maí 1940
Luftwaffe ræðst á Rotterdam
Ágúst. 1940
Hitler bannar þýskum flugvélum að ráðast á breskar borgir
Ágúst. 1940
Sprengjum varpað á London fyrir mistök
Ágúst. 1940
Bretar svara fyrir sig og ráðast á Berlín
September. 1940
London og aðrar breskar stórborgir sprengdar sundur og saman.