Maðurinn

Hvernig get ég borðað sem mest um jólin?

Þessi spurning er e.t.v. ekki alveg samkvæmt ,,rétttrúnaðinum” en hvernig get ég notið eins mikils jólamatar og hægt er - þ.e.a.s. hvernig get ég borðað sem mestan mat og sem flestar hitaeiningar?

BIRT: 23/12/2022

Vísindamenn hafa ekki rannsakað hvernig á að borða sem mest um jólin. En með því að misnota rannsóknir næringarfræðinga (sem væru líklega ekki ánægðir með það) er hægt að nýta sér nokkrar einfaldar þumalputtareglur.

 

Rannsóknir hafa til dæmis sýnt fram á hvaða matur er mest mettandi. Þannig að þú verður annað hvort að halda þig fjarri þeim eða borða þann mat í lokin.

 

Mikilvægt væri að forðast trefjarík matvæli eins og hrátt grænmeti og heilkorn. Trefjar hafa tilhneigingu til að fylla magann vegna þess að þær draga í sig vökva.

 

Geymdu feitan mat þar til í lokin

Drykkir hafa líka þá ,,leiðinlegu” tilhneigingu til að fylla í magann og fjarlægja hungurtilfinninguna. En vökvi aðstoðar þarmakerfinu að tæma magann og því er mikilvægt að finna jafnvægið.

 

Næringarfræðingar hafa sýnt fram á að sum matvæli metta meira og lengur en önnur. Kolvetni, til dæmis úr brúnum kartöflum hverfa úr maganum á aðeins 30 til 90 mínútum.

 

Prótein t.a.m. í kjöti losar aftur á móti um ensími og hormóna sem skapa þunga og langvarandi mettunartilfinningu. Hamborgarhrygginn, hangikjötið eða nautasteikina ætti því að neyta í lok jólamáltíðarinnar til að hámarka matargræðgina.

Jólaát krefst góðrar skipulagningar

Ef þú ert staðráðinn í að fá í þig eins margar hitaeiningar og mögulegt er verður þú að gera áætlun og fylgja henni vel eftir.

1. Létt fasta hámarkar hungur

Borðaðu morgunmat og hádegismat eins og venjulega, en forðastu snarl og millimáltíðir yfir daginn. Ef þú hefur möguleika á góðri klukkutíma hreyfingu hjálpar það til við að auka hungurtilfinninguna.

2. Geymdu sósuna og kjötið þar til í lokin

Til þess að mettast ekki of fljótt er gott borða matinn í réttri röð. Byrjaðu á soðna grænmetinu eins og kartöflum og rauðkáli, haltu þig frá hráu grænmeti og heilkorni og endaðu á sósunni og kjötinu.

3. Hreyfing auðveldar meltinguna

Ef kvöldmaturinn varir í nokkra klukkutíma skaltu drekka vökva og hreyfa þig til dæmis með að dansa í kringum tréð. Vökvinn og hreyfinginn flytja matinn frá maga og í þarmakerfið og skapa þannig endurnýjað rými.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Lifandi Saga

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is