Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Hvað er El Ninjo? Hvernig myndast þau öfgakenndu veðurfyrirbæri sem stafa af El Ninjo?

BIRT: 11/07/2023

El Ninjo merki piltbarnið og tengist öðru veðurfyrirbrigði, La Ninja, sem merkir stúlkubarnið. Hvort tveggja eru öfgakennd veðurfyrirbæri sem stafa af náttúrulegri hringrás veðurkerfa á hitabeltishluta Kyrrahafsins. Á El Ninjo-ári verður hafið 2-3 gráðum hlýrra undan vesturströnd Suður-Ameríku, en svalara á La Ninja-ári.

 

Svonefndir staðvindar blása að jafnaði yfir Kyrrahafið frá austri til vesturs við miðbaug. Heimsmynd okkar, t.d. skoðuð á heimskorti, sýnir Austur-Asíu lengst í austri en vesturströnd Ameríku lengst í vestri.

 

En jörðin er jú hnöttótt og á Kyrrahafi, hinum megin á hnettinum, snýst þessi heimsmynd við. Staðvindarnir á Kyrrahafi blása sem sagt frá vesturströnd Suður-Ameríku í austri, að Asíu í vestri. Skipaumferð nýtur góðs af þessu og ferðalag frá Suður-Ameríku til Asíu tekur styttri tíma.

 

Staðvindarnir mjaka heitu yfirborði Kyrrahafsins til vesturs og því streymir kaldari sjór upp á yfirborðið við vesturströnd Suður-Ameríku, en hlýtt yfirborðsvatn veldur regni í Indónesíu.

 

Regnið veldur uppstreymi lofts í veðrahvolfinu og þetta heldur staðvindunum við.

 

Birtist með óreglulegu millibili

En á nokkurra ára fresti dregur úr staðvindunum og þegar þeir ýta ekki lengur við yfirborði Kyrrahafsins, dregur hlýr yfirborðssjór sig til baka upp að ströndum Suður-Ameríku. Þetta leiðir af sér svokölluð El Ninjo-ár.

 

Tímabilið milli El Ninjo-ára getur verið talsvert mislangt. El Ninjo er í uppsiglingu 2023 en var síðast 2018-19. Á síðari hluta 20. aldar leið stundum aðeins eitt ár milli El Ninjo ára, þótt algengara væri að El Ninjo kæmi á 2, 3 eða 4 ára fresti. Oft hafa þó liðið 5, 6 eða 7 ár og El Ninjo gerði t.d. ekki vart við sig frá 1926 til 1941.

 

El Ninjo hefur mikil áhrif

El Ninjo hefur verulega mikil áhrif á svæðinu frá Ástralíu til Suður- og Norður-Ameríku. Í Ástralíu koma þurrkatímabil en veðurbrigðið veldur hins vegar flóðum í Suður- og Norður-Ameríku.

 

Árið 1997 var skaði af völdum El Ninjo metinn einhvers staðar á bilinu 36-92 milljarðar dollara, auk þess sem mörg þúsund manns létust ýmist úr hitaslagi eða af völdum flóða. La Ninja kemur stundum í kjölfar El Ninjo, en ekki alltaf.

 

La Ninja hefur líka áhrif á veðrið á þessu svæði, en þau felast ekki í neinum viðsnúningi í veðrinu heldur verða ríkjandi aðstæður öfgakenndari: enn minna rignir á þurrkasvæðum, en á svæðum þar sem mikið rignir að jafnaði verður úrkoman enn meiri en venjulega.

El Ninjo veldur þurrkum í Ástralíu.

Vísindamenn festa rafeindamæla við baujur til að fylgjast nákvæmlega með hitastigi í Kyrrahafinu og geta þannig greint þegar hlýr yfirborðssjór sígur til baka í austurátt frá Indónesíu til Suður-Ameríku. Spár eru ekki enn orðnar fullkomlega traustar, en til lengri tíma litið geta þær haft mikla þýðingu, t.d. fyrir landbúnaðinn.

 

Loftslagsbreytingar styrkja El Ninjo

Rannsókn kínverskra og bandarískra vísindamanna  sýnir að loftsbreytingar geta haft styrkjandi áhrif á El Ninjo. Vísindamennirnir skoðuðu gögn frá 33 El-Ninjo-tímabilum og niðurstaðan sýnir á eftir 1978 færðust upptök El Ninjo vestar á Kyrrahaf, þar sem yfirborðshiti sjávar er hærri.

 

Eftir þessa tilfærslu hafa komið þrjú mjög öflug El-Ninjo-tímabil. Þetta voru El-Ninjo árin 1982, 1997 og 2015. Í öllum tilvikum urðu miklir skaðar og hitamet féllu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is