Líttu upp: Sólin er minni en venjulega

Þessa dagana virðist sólin minni en venjulega. Sjáðu ástæðuna og hvernig hægt er að greina þetta sérkennilega fyrirbrigði.

BIRT: 06/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Snemma í júlí er sá árstími sem jörðin kemst í mesta fjarlægð frá sólinni á braut sinni. Þessa dagana er fjarlægðin nálægt 152 milljónum kílómetra. Það kallast sólfirrð og sólin er nú 5 milljón kílómetrum fjarlægari en í janúar, þegar fjarlægðin er minnst. Það kallast sólnánd.

 

Vegna aðeins meiri fjarlægðar virðist sólin örlíti smærri nú en í janúar. Fjarlægðarmunurinn er ekki nema um 3,3%, þannig að stærðarmunurinn er auðvitað bara örlítill, raunar svo lítill að hann sést ekki með berum augum. En séu bornar saman myndir af sólinni, teknar í janúar og júlí verður munurinn greinilegur.

 

Þótt sólin sé heilum 5 milljón kílómetru lengra í burtu nú en í janúar, er sólskinið mun hlýrra. Það stafar af því möndull jarðar hallar í hlutfalli við brautina, sem aftur veldur því að norðurhvelið snýr nú meira að sólu en yfir veturinn. Frá okkur séð rís sólin því hærra upp á himininn og meira af hita hennar berst til okkar.

Braut jarðar er ekki hringlaga

Braut jarðar um sólina er sporöskjulaga og möndullinn dálítið á ská, miðað við brautina. Þetta veldur bæði árstíðum og tilteknum fyrirbrigðum á vissum tímum ársins.

 

1. Ystu punktar brautarinnar

Þegar jörðin er á þeim punkti á braut sinni, þar sem styst er til sólar er hún í svonefndri sólnánd. Á fjarlægasta punktinum segjum við að hún sé í sólfirrð.

 

2. Jafndægur

Þegar möndull jarðar myndar nákvæmlega rétt horn við stefnuna til sólarinnar eru jafndægur. Þá eru dagur og nótt jafnlöng.

 

3. Sólhvörf

Við vetrarsólhvörf snýr möndull jarðar þannig, að norðurhvelið hefur snúist talsvert frá sólinni og þá er stysti dagur ársins og jafnframt lengsta nóttinn. Við sumarsólhvörf, eða sólstöður, er lengsti dagur ársins og stysta nóttin.  Á suðurhveli er þessu að sjálfsögðu þveröfugt farið.

Sjáðu muninn

Á mynd sem tekin er í júlí (til hægri) virðist sólin greinilega minni en á myndinni sem tekin var í janúar (til vinstri).

  • Sólnánd ber í ár upp á 6. júlí nálægt sólsetri. Besta tækifærið til að sjá sólina nákvæmlega á hárréttum tíma er uppi á einhverju fjallinu á Norðurlandi.

 

  • Þegar sólin kemur niður að sjóndeildarhring lýsir hún ekki jafnskært og að degi til, en engu að síður ættirðu að vera með dökk gleraugu og ekki horfa beint á hana nema í augnablik til að eiga ekki á hættu að skemma sjónina.

 

  • Ef heppnin er með, gætirðu greint grænt ljósblik þegar sólin hverfur í hafið. Eins og rauði liturinn stafar þetta af því að gufuhvolfið sveigir síðustu sólargeisla dagsins.

BIRT: 06/07/2023

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Shutterstock & Ken Ikeda,© Afdumitriu

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is