Search

Ósongat yfir suðurpólnum hélt veðurfræðingum í spennu

Vöktun ósonlagsins varð að hrollvekju 2020. Stórt ósongat hegðaði sér mjög undarlega.

BIRT: 28/05/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Í desember 2020 höfðu veðurfræðingarnir sem fylgjast með suðurskautsgatinu í ósonlaginu verulegar áhyggjur.

 

Í ósonlaginu virtist stórt gat hafa sest að til langframa. Gatið var meira en 20 milljónir ferkílómetra og þar með ámóta stórt og gatið sem myndaðist 2018 en virtist ætla að hegða sér öðruvísi.

 

Yfir Suðurskautslandinu myndast yfirleitt gat í ósonlagið í ágúst-september og nær hámarki í október. En ekki árið 2020. Í desember var gatið enn verulegum mun stærra en áður hafði sést.

Gatið í ósonlaginu (tv) varð stærra en Suðurskautslandið í október 2020 og var viðvarandi fram í desember þegar það loksins lokaðist (th).

Meðal annarra fylgjast vísindamenn hjá evrópsku stofnuninni CAMS vel með þessu gati og það er ekki að ástæðulausu. Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum sólar en þeir eru skaðlegir bæði dýrum og mönnum.

 

Ósonlagið er í 30-50 km hæð og því miður mjög viðkvæmt. Þegar hitastig fer niður fyrir -80 °C eiga aðrar sameindir auðvelt með að brjóta ósonið niður, sér í lagi gildir þetta um manngerð klórsambönd.

 

Þotustraumar stjórna gatinu

Hitastigið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu ræðst af vindakerfum og mikilvægast þeirra er svonefndur suðurpólsþotustraumur sem snýr sig í bylgjuhreyfingum umhverfis hnöttinn þarna suður frá. Sum árin eru þó bylgjuhreyfingarnar mjög smágerðar og þá læsist hitastigið yfir Suðurskautslandinu fast í minna en -80 °C um langa hríð. Það var einmitt þetta sem gerðist haustið 2020.

Yfirleitt myndast gatið í ágúst og hverfur í nóvember, jafnvel þegar það verður mjög stórt eins og 2018. Stærð gatsins í ferkílómetrum.

Það var ekki fyrr en eftir miðjan desember sem þessari læsingu veðurkerfanna létti og lofthiti yfir Suðurskautslandinu hækkaði. Um áramótin var gatið í ósonlaginu alveg horfið.

 

Þótt við getum andað léttar undirstrika vísindamennirnir að þetta eigi að vera okkur áminning um að draga úr losun þeirra efna sem sundra ósonsameindum.

BIRT: 28/05/2022

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © GSFC/NASA,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is