Maðurinn

Hvers vegna aka Bretar á vinstri vegarhelmingi?

Hver er eiginlega ástæða þess að við keyrum hægra megin á veginum og Bretar á öfugum vegarhelmingi miðað við okkur?

BIRT: 14/03/2024

Í raun og veru er sennilega upprunalegra að ferðast vinstra megin og fyrir vikið eru Bretar einfaldlega að halda í hefðir sem hugsanlega eiga rætur að rekja allt aftur í fornöld eða að minnsta kosti til miðalda.

 

Í gamla daga var helsta hættan við ferðir á vegum úti sú að verða fyrir árás og fyrir vikið kusu ferðalangar að ganga eða ríða vinstra megin þannig að sá handleggur sem bar sverðið sneri að sambærilegum handlegg þeirra sem þeir mættu. Þessi siður var við lýði allt fram að frönsku byltingunni í lok 18. aldar.

 

Fram til þessa hafði franski almúginn – og síðar meir byltingarsinnarnir – talið það öruggast að ganga hægra megin á vegunum til þess að verða ekki fyrir ökutækjum aðalsins sem nálguðust aftan frá, en þeim var þá ekið vinstra megin á veginum ellegar á honum miðjum. Þegar byltingarsinnarnir svo byrjuðu að taka aðalsmenn af lífi og náðu völdum í Frakklandi varð hægrihandarakstur lögbundinn.

 

Meðan Napóleonsstríðin geisuðu breiddist hægrihandarakstur út um mestalla Evrópu. Erkióvinir Napóleons, Bretar, heyrðu þó til undantekninga. Þeir héldu nefnilega áfram að aka á vinstri vegarhelmingi og varð það að lokum fastsett með lögum árið 1835.

 

Að öllu jöfnu héldu ríki sem börðust gegn Napóleon áfram að aka vinstra megin. Nú á dögum keyra Bretar enn á vinstri vegarhelmingi og vinstrihandarakstur tíðkast enn í mörgum löndum sem tilheyra Breska samveldinu.

 

Þetta á t.d. við um bæði Ástralíu og Nýja-Sjáland, sem bæði eru eyríki, líkt og Stóra-Bretland. Þar skapast fyrir bragðið enginn vandi með að skipta um akrein þegar ekið er yfir landamæri, líkt og við á um lönd sem eiga landamæri að öðrum ríkjum.

 

Íslendingar óku vinstra megin allt þar til 26. maí árið 1968.

 

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is