Af hverju eru drengir umskornir?

Hver er eiginlega sögulegur bakgrunnur þess siðar að umskera drengi? Er þetta talið hafa gagnlega verkun?

BIRT: 16/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Af hverju eru drengir umskornir?

Umskurn drengja felst í því að fjarlægja yfirhúðina af getnaðarlimnum alveg eða að hluta.

 

Ástæðurnar geta verið ýmsar. Sums staðar er umskurn liður í trúarathöfn.

 

Umskurn lýst í Biblíunni

Sem trúarathöfn er umskurn lýst í Biblíunni þar sem Abraham gerir sáttmála við Guð og lofar að umskera öll sveinbörn þegar þau eru átta daga gömul – flestir gyðingar fylgja enn þessari reglu.

 

Meðal múslima er umskurn líka algeng en aldurinn er mismunandi eftir svæðum, allt frá frumbernsku til unglingsaldurs.

 

Umskurn útbreidd í Bandaríkjunum

Sums staðar er álitið að umskurn stuðli að hreinlæti og komi í veg fyrir kynsjúkdóma, þar eð bakteríur safnist undir forhúðinni.

 

Þetta er t.d. ein helsta ástæðan í Bandaríkjunum en þar er umskurn algengust á Vesturlöndum. Þar hafa heilbrigðissjónarmiðin þó mætt vaxandi gagnrýni á síðari árum, einkum vegna þess að fyrir kemur að aðgerðin misheppnast.

 

Í fornri menningu sumra Afríkulanda er forhúðin talin kvenlegt einkenni. Þar er umskurn því oft þáttur í karlmennskuathöfn.

BIRT: 16/08/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is