Lifandi Saga

Hvers vegna er Íran með siðgæðislögreglu? 

Engin andlitsförðun, slegið hár eða þröngan klæðnað. Klerkastjórn Íran hefur sett strangar reglur um hvernig konur landsins skuli ganga um og klæðast – og stofnað siðgæðislögreglu til að framfylgja þeim lögum.

BIRT: 02/09/2023

Eftir íslömsku byltinguna árið 1979 komst trúarleg ríkisstjórn til valda sem hefur sett strangar reglur um klæðnað og framkomu. Reglurnar lýsa m.a. því hvernig menn megi ekki vera með „vestræna“ klippingu, að menn og konur skuli viðhalda hæfilegri fjarlægð sín í millum og að konur eigi að hylja hár sitt og ganga í víðum klæðnaði.

 

Eftir byltinguna var þessum reglum fylgt eftir af svonefndum íslömskum byltingarnefndum sem virkuðu eins og trúarbragðalögregla. Árið 2005 tók hins vegar siðgæðislögreglan við þessu hlutverki og hún heyrir beint undir æðsta stjórnanda Írans, ayatollah.

 

Í raun hefur siðgæðislögreglan það verkefni að handtaka konur sem ganga um í „ólöglegum“ fötum, mála sig of mikið og bera ekki réttar höfuðskýlur samkvæmt fyrirmælum yfirvalda.

Starfsmenn siðgæslulögreglunnar geta veitt áminningar, sektir eða handtekið konur sem brjóta reglurnar um hvernig konum beri að klæða sig.

Dauði konunnar hefur leitt til óeirða

Siðgæðislögreglan vinnur jafnan í sendiferðabílum og fylgist með fjölförnum stöðum, t.d. skemmtigörðum og lestarstöðvum – og í henni er einnig að finna kvenkyns lögregluþjóna.

 

Samkvæmt Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eru þær konur sem ekki framfylgja þessum reglum oft barðar með stöfum og þeim varpað inn í sendiferðabílana. Síðan er farið með þær í fangelsi eða á lögreglustöð.

 

Þessar konur eiga á hættu að þurfa að sitja allt að tvo mánuði í fangelsi ásamt því að fá háa sekt eða hýðingu en yfirleitt eru hinar handteknu konur áminntar um réttan klæðnað og þeim sleppt lausum sama dag.

 

Íbúar í Íran óttast siðgæðislögregluna enda getur hún gengið afar hart fram. Nú síðast hefur ofbeldi hennar leitt til mótmælaöldu í Íran eftir að unga konan Masha Jina Amini lést í varðhaldi þann 16. september 2022.

 

Samkvæmt lögreglunni lést konan úr hjartastoppi en sjónarvottar greina frá því hvernig hún hafi verið lúbarin og pyntuð af lögreglu. Áverkar á líki konunnar staðfesta þær frásagnir.

LESTU EINNIG

Menning og saga

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Fars News

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.