Lifandi Saga

Hvers vegna er New York kölluð „Stóra eplið“?

Hugtakið „Stóra eplið“ (The Big Apple) birtist í fyrsta sinn á prenti í vinsælu blaði sem fjallaði um hestamennsku og gælunafnið varð strax á hvers manns vörum.

BIRT: 24/10/2024

Gælunafn stórborgarinnar New York, „Stóra eplið“ á rætur að rekja til hestaíþrótta en knapar og þjálfarar í litlu hesthúsunum í Bandaríkjunum notuðu hugtakið yfir þær gríðarlegu peningaupphæðir sem hægt var að vinna á veðreiðunum í New York.

 

Maðurinn að baki vinsæla gælunafninu „Stóra eplið“ var blaðamaðurinn John J. Fitz Gerald.

 

Hann skrifaði vinsæla pistla um veðreiðar í dagblaðið „The Morning Telegraph“ og grein ein sem hann ritaði í febrúar 1924 hófst á þessum orðum: 

 

„Stóra eplið: Draumur hvers manns sem hefur nokkru sinni riðið hreinræktuðum enskum hestum og markmið allra hestamanna. Það fyrirfinnst aðeins þetta eina sanna „Stóra epli“ og það er New York“.

 

Þetta var í fyrsta sinn sem hugtakið birtist á prenti, svo vitað sé.

Djass-spilarar sáu um afganginn

Big Apple átti eftir að koma fyrir hvað eftir annað í þessum hestamannapistlum og þaðan breiddist heitið yfir í aðrar blaðagreinar og varð einnig vinsælt sem heiti á næturklúbbum.

 

Jazztónlistarmenn í New York sem höfðu það fyrir sið að syngja um heimaborg sína, áttu samt mestan heiðurinn af því að breiða út hið nýja gælunafn borgarinnar hvert sem þeir fóru.

 

Á áttunda áratug 20. aldar eignaði borgarstjórnin í New York sér heitið og notaði það í auglýsingum sem höfðu það markmið að laða að ferðamenn til borgarinnar.

 

Í þakklætisskyni til Fitz Geralds var horninu, þar sem hann á sínum tíma hafði átt heima, gefið nýtt heiti og frá árinu 1997 hefur það verið nefnt „Big Apple Corner“.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.