Það rennur úr nefinu vegna aukinnar slímframleiðslu.
Þetta getur meðal annars átt sér stað þegar við erum kvefuð eða þjáumst af ofnæmi. Engu að síður verða margir varir við nefrennsli um leið og útihitinn nálgast frostmark.
Nefrennslið stafar sennilega ekki aðallega af kuldanum, heldur er sennilega um það að ræða að vetrarloftið er yfirleitt einkar þurrt. Á eyðimerkursvæðum, þar sem loftið er einnig mjög þurrt, fer jafnframt oft að leka úr nefi fólks.
Að öllum líkindum hefur þessi aukna slímframleiðsla verndandi áhrif á líkamann.
Fólk fær til dæmis oftar blóðnasir í þurru loftslagi en koma má í veg fyrir þetta með vel „smurðri“ slímhúð.