Stormasamt. Þannig má lýsa síðustu 100 árum í sambandi milli Kína og Rússlands (fyrrum Sovétríkjanna).
Sambandið milli landanna tveggja fór illa af stað árið 1917 þegar yfirvöld í Kína sendu herlið til Rússlands til að styðja Nikulás 2. í baráttu við kommúníska bolsévikka sem hugðust velta keisaranum úr sessi.
Þrátt fyrir hjálp Kínverja náði keisarinn ekki að halda völdum. Þegar bolsévikkar komust til valda í Rússlandi árið 1922 ráku þeir því flesta kínverska kommúnista burt. Sambandið milli Sovétríkja og Kína styrktist þó árið 1949 þegar Maó Zedong stofnaði kommúnistaflokkinn í Kína.
Þetta nýja Kína Maós gerði bandalag við Sovétríkin en eftir andlát Stalíns árið 1953 magnaðist upp hugmyndafræðilegur ágreiningur. Sambandið rofnaði árið 1961 þegar Maó sakaði Sovétríkin um að svíkja marxískar hugsjónir kommúnismans.
Forsetarnir Vladimir Putin og Xi Jinping hafa lengi verið samherjar í alþjóðlegri pólitík.
í blíðu og stríðu
Óvináttan jókst á næstu áratugum á meðan Sovétríkin og Kína börðust um yfirráð í kommúnískum hreyfingum um heim allan. Upp úr 1980 studdi Kína þannig afganska andspyrnuhreyfingu, þegar Sovétríkin réðust inn í Afganistan.
Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 tóku Rússland og Kína að byggja upp betra samband. 1994 lýstu löndin því yfir að þau leituðust eftir „uppbyggilegu bandalagi“ en sambandið breyttist yfir í „strategískt félag“ árið 1996.
Árið 2001 undirrituðu löndin tvö samkomulag um „vináttu og samvinnu“.
Síðan hafa Rússland og Kína viðhaft náin hernaðarleg, hagfræðileg og pólitísk tengsl og stutt hvort annað á hnattrænum vettvangi. Sem dæmi hefur Kína látið vera að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu sem hófst þann 24. febrúar 2022.
Heimildir sem var lekið sýna að kínverskum fjölmiðlum var fyrirskipað að gagnrýna ekki innrásina. Samkvæmt bandarískum heimildum hefur Kína mögulega einnig veitt Rússlandi aðstoð með vopnasendingum til að styrkja stjórn Pútíns.