Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Á síðustu öld hafa Rússland og Kína átt í stormasömu sambandi með fullt af hatri og ást. En frá því að Sovétríkin féllu árið 1991 hafa löndin tvö byggt upp mikla vináttu.

BIRT: 06/12/2024

Stormasamt. Þannig má lýsa síðustu 100 árum í sambandi milli Kína og Rússlands (fyrrum Sovétríkjanna).

 

Sambandið milli landanna tveggja fór illa af stað árið 1917 þegar yfirvöld í Kína sendu herlið til Rússlands til að styðja Nikulás 2. í baráttu við kommúníska bolsévikka sem hugðust velta keisaranum úr sessi.

 

Þrátt fyrir hjálp Kínverja náði keisarinn ekki að halda völdum. Þegar bolsévikkar komust til valda í Rússlandi árið 1922 ráku þeir því flesta kínverska kommúnista burt. Sambandið milli Sovétríkja og Kína styrktist þó árið 1949 þegar Maó Zedong stofnaði kommúnistaflokkinn í Kína.

 

Þetta nýja Kína Maós gerði bandalag við Sovétríkin en eftir andlát Stalíns árið 1953 magnaðist upp hugmyndafræðilegur ágreiningur. Sambandið rofnaði árið 1961 þegar Maó sakaði Sovétríkin um að svíkja marxískar hugsjónir kommúnismans.

Forsetarnir Vladimir Putin og Xi Jinping hafa lengi verið samherjar í alþjóðlegri pólitík.

í blíðu og stríðu

Óvináttan jókst á næstu áratugum á meðan Sovétríkin og Kína börðust um yfirráð í kommúnískum hreyfingum um heim allan. Upp úr 1980 studdi Kína þannig afganska andspyrnuhreyfingu, þegar Sovétríkin réðust inn í Afganistan.

 

Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 tóku Rússland og Kína að byggja upp betra samband. 1994 lýstu löndin því yfir að þau leituðust eftir „uppbyggilegu bandalagi“ en sambandið breyttist yfir í „strategískt félag“ árið 1996.

 

Árið 2001 undirrituðu löndin tvö samkomulag um „vináttu og samvinnu“.

 

Síðan hafa Rússland og Kína viðhaft náin hernaðarleg, hagfræðileg og pólitísk tengsl og stutt hvort annað á hnattrænum vettvangi. Sem dæmi hefur Kína látið vera að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu sem hófst þann 24. febrúar 2022.

 

Heimildir sem var lekið sýna að kínverskum fjölmiðlum var fyrirskipað að gagnrýna ekki innrásina. Samkvæmt bandarískum heimildum hefur Kína mögulega einnig veitt Rússlandi aðstoð með vopnasendingum til að styrkja stjórn Pútíns.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Kremlin.ru

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.