Lifandi Saga

Hvers vegna eru Rússar og Hvít-Rússar nú orðnir perluvinir?

Undanfarna tvo áratugi hafa Lúkasjenkó og Pútín sitt á hvað verið perluvinir og svarnir andstæðingar á sviði stjórnmálanna.

BIRT: 29/09/2022

Þó svo að mest öll heimsbyggðin hafi stutt Úkraínu meðan á innrás Rússa í Úkraínu hefur staðið hefur Pútín getað treyst á einn óhagganlegan bandamann en með því er átt við forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenkó.

 

Náin tengsl landanna tveggja má rekja aftur til tíunda áratugar síðustu aldar þegar Rússland og Hvíta-Rússland risu upp úr rústum Sovétríkjanna. Rússar reyndu að viðhalda tengslum við fyrrum Sovétlýðveldin en urðu hins vegar að sjá á bak mörgum þeirra yfir til Vesturlandanna og NATO.

 

Eitt þeirra fáu landa sem ekki hurfu sjónum var Hvíta-Rússland. Eftir að Lúkasjenkó komst til valda sem forseti landsins árið 1994 hófst náið samstarf landanna tveggja og árið 1996 var sett á laggirnar Sambandsríkið Rússland og Hvíta-Rússland. Markmiðið var að auka samstarf landanna á sviði efnahags og öryggismála, svo fátt eitt sé nefnt.

Við erum ekki Rússar – við erum Hvít-Rússar

Alexandr Lukasjenoko.

Við erum ekki Rússar

Venslin á milli landanna tveggja hafa þó ekki ætíð einkennst af hlýhug. Rússar vildu að Hvíta-Rússland yrði hluti af Rússneska sambandsríkinu en Lúkasjenkó sveiflaðist fram og til baka á milli þess að vilja nánara samstarf við Rússa og svo nánast að hafna þeim með því að leggja áherslu á eigin hagsmuni.

 

Hvíta-Rússland selur um helming allra útflutningsvara sinna til Rússlands en Hvít-Rússarnir fá þess í stað ódýra olíu og gas.

 

Allt eftir því hvernig vindar hafa blásið á sviði landfræðipólitískra málefna hefur Lúkasjenkó bæði lýst því yfir á undanförnum árum „að Hvít-Rússar séu ekki Rússar“ og að „löndin tvö gætu sameinast á morgun án teljandi vandamála“.

 

Pútín hefur ítrekað sagt Lúkasjenkó til syndanna með því að hækka orkuverðið og að banna hvítrússneskan varning.

Undanfarna tvo áratugi hafa Lúkasjenkó og Pútín sitt á hvað verið perluvinir og svarnir andstæðingar á sviði stjórnmálanna.

Pútin tryggði kosningasigur

Samskipti landanna tveggja einkennast af þíðu sem stendur, sennilega sökum þess að Pútín sendi hermenn til Hvíta-Rússlands til þess að halda Lúkasjenkó við völdin eftir afar umdeildar kosningar árið 2020.

 

Í þakklætisskyni heimilaði Lúkasjenkó rússneska hernum að fara í gegnum Hvíta-Rússland þegar Rússar réðust inn í Úkraínu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© kremlin.ru

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is