Menning og saga

Hversu gömul er babúskan (matryoshka)?

Þessar hugvitssamlegu brúður njóta vinsælda sem minjagripir og flestir tengja þær beint við Rússland, þó svo að hugmyndin að þeim eigi rætur að rekja miklu austar.

BIRT: 21/05/2023

Babúskur, eins og flestir þekkja þær, litu fyrst dagsins ljós árið 1890. Einnig kallaðar matrjosjka.

 

Listamenn sem þátt tóku í listamannabúðum fyrir utan Moskvu, teiknuðu og skáru út fyrstu trébrúðurnar í Rússlandi og er álitið að þeir hafi fengið hugmyndina eftir að hafa séð hefðbundnar japanskar trébrúður sem táknuðu guði úr japanskri goðafræði.

 

Upprunalegu babúskurnar voru átta holar trébrúður sem gátu rúmast hver innan í annarri.

 

Tíu árum síðar, þ.e. árið 1900, voru brúðurnar hafðar til sýnis á heimssýningunni í París þar sem þær vöktu mikla athygli meðal gestanna.

Hver babúska samanstendur af litlum trébrúðum sem eru þannig úr garði gerðar að hver dúkka rúmast innan í þeirri næstu.

Babúskurnar tryggðu Rússlandi bronsverðlaun í leikfangaflokki og þetta afrek varð til þess að salan jókst gífurlega.

 

Brúðugerðarverkstæði spruttu upp um allt Rússland og handverksmenn skáru dúkkur út nánast allan sólarhringinn til þess að anna eftirspurninni.

 

Í nokkrum öðrum löndum, m.a. í Þýskalandi, var farið að framleiða ólöglegar babúskur með gróðasjónarmið fyrir augum.

 

Brúðurnar njóta mikilla vinsælda enn þann dag í dag og ferðamenn í Rússlandi kaupa þær gjarnan sem minjagripi til að hafa með sér heim.

 

Samkvæmt fjölmörgum rússum er þetta rangnefni á dúkkunum. Víða eru þær kallaðar babúska en eru í raun matryoshka.

 

Babúska þýðir amma á rússnesku og Rússar hrista bara hausinn eða hlægja ef þeir heyra dúkkurnar kallaðar babúskur. Í kjölfarið leiðrétta þeir yfirleitt fólk.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.