Vetrarbrautin okkar snýst um sjálfa sig á hraða sem nemur 864.000 km á klst.
Þetta svarar til þess að það taki sólkerfi okkar u.þ.b. 220 milljón ár að ljúka einni hringferð um miðju Vetrarbrautarinnar en þetta nefnist einnig vetrarbrautarár.
Sólkerfið hefur á þeim 4,6 milljörðum ára sem það hefur verið til einungis farið 21 sinni um miðju Vetrarbrautarinnar. Jörðin er fyrir vikið 21 árs gömul, talið í vetrarbrautarárum.
Sólkerfi okkar þeytist um Vetrarbrautina á hraða sem nemur 864.000 km á klst.
Stjörnufræðingar nota fyrst og fremst útvarpssjónauka til að mæla snúning vetrarbrautarinnar.
Himintungl senda frá sér útvarpsmerki og með því að rannsaka merki tiltekinna himintungla á tilteknum árafjölda geta stjörnufræðingar mælt hvernig ákveðnir hlutar vetrarbrautarinnar hreyfast með hliðsjón af okkur.
Stjörnufræðingarnir geta síðan reiknað út hversu hratt brautin snýst um sjálfa sig.