Elsta vetrarbrautin hefur nú ef til vill verið fundin

Miklihvellur átti sér stað fyrir 13,8 milljörðum ára - og nú eru vísindamenn að nálgast upphafið.

BIRT: 07/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

James Webb geimsjónaukinn er nýbyrjaður að senda frábærar myndir úr geimnum – og nú hefur sjónaukinn greinilega uppgötvað elstu vetrarbrautina til þessa, skrifar New Scientist.

 

Vetrarbrautin, sem heitir GLASS-z13, er talin hafa myndast fyrir aðeins 300 milljónum árum eftir Miklahvell. Það gerir hana 100 milljónum árum eldri en elsta þekkta vetrarbrautin, GN-z11, sem Hubble sjónaukinn uppgötvaði.

 

Uppgötvunin var gerð af Rohan Naidu og rannsóknarteymi hans við Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics. Á sama tíma fundu þeir aðra vetrarbraut á sama aldri og GN-z11, GLASS-z11. Sú síðarnefnda er greinilega að mynda lögun eins og undirskál vegna snúnings hennar.

 

Báðar nýfundnu vetrarbrautirnar eru litlar. GLASS-z13 er aðeins 1600 ljósár í þvermál, en GLASS-z11 er talið vera 2300 ljósár í þvermál. Til samanburðar má nefna að Vetrarbrautin okkar er 100.000 ljósár í þvermál.

 

Stóru spurningarnar

Vetrarbrautirnar fundust með því að rannsaka fyrstu svokallaða “Deep field”-mynd Webb sjónaukans náið, sem sýnir þúsundir vetrarbrauta.

 

Frekari vinna er nú í gangi til að staðfesta aldursgreiningu þassara tveggja nýfundnu vetrarbrauta. Og aðeins Webb sjónaukinn getur veitt nauðsynleg gögn við þær rannsóknir.

 

Geimvísindamenn höfðu áður búist við því að hinn ofurkraftmikli James Webb sjónauki myndi þeim gera kleift að uppgötva elstu vetrarbrautirnar. Og vonin er að uppgötva enn eldri vetrarbrautir og stjörnur sem mybnduðust fyrir um 200 milljón árum eftir Miklahvell.

 

Tímasetning myndun fyrstu stjarnanna og vetrarbrautanna eru nokkrar af stærstu spurningunum við að skilja upphaf og sköpun alheimsins.

BIRT: 07/04/2023

HÖFUNDUR: POUL TVILUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is