Andrómeda gleypti systurþoku Vetrarbrautarinnar

Hinn stóra stjörnuþoka Anddrómeda hefur á æviskeiði sínu gleypt fjöldann allan af minni stjörnuþokum, m.a. systurþoku Vetrabrautarinnar M32. Þetta sýnir tölvulíkan gert af bandarískum geimvísindamönnum.

BIRT: 13/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Eftir 4 milljarða ára rekast Vetrarbrautin og stóra grannþokan, Andrómeda, saman.

 

Nú telja stjörnufræðingar að svipaður árekstur hafi orðið fyrir 2 milljörðum ára, þegar Andrómeda gleypti systurþoku Vetrarbrautarinnar. Leifar þeirrar þoku sjást nú sem lítil fylgiþoka Andrómedu, nefnd M32.

 

M32 leifar stórrar stjörnuþoku

Andrómeda og Vetrarbrautin eru tvær stærstu þokurnar í grenndarþyrpingunni, en til hennar teljast alls 54 stjörnuþokur.

 

Á um 10 milljarða ára æviskeiði sínu hefur Andrómeda að líkindum gleypt í sig allmargar smærri stjörnuþokur, en hingað til hefur verið ógerlegt að greina hve stórar þær hafa verið eða hvernig stjörnur úr þeim hafa dreifst um Andrómedu.

 

En varðandi M32 hefur þetta nú tekist.

Litla fylgiþokan M32 (rauður hringur) var einu sinni stór spíralþoka rétt eins og Vetrarbrautin. Nú er aðeins kjarninn eftir. Stóra stjörnuþokan hægra megin er Andrómeda.

Litla fylgiþokan M32 (rauður hringur) var einu sinni stór spíralþoka rétt eins og Vetrarbrautin. Nú er aðeins kjarninn eftir. Stóra stjörnuþokan hægra megin er Andrómeda.

Hópur bandarískra vísindamanna við Michiganháskóla uppgötvaði hring daufra stjarna í útjaðri Andrómedu og fylltist grunsemdum um að þær kynnu að hafa tilheyrt M32.

 

Vísindamennirnir settu upp tölvulíkan sem vindur tímanum til baka og sýnir þróun sem smellpassar við að M32 og Andrómeda hafi rekist saman fyrir 2 milljörðum ára.

M32 er lítil stjörnuþoka, aðeins 6.500 ljósár í þvermál. Massi hennar samsvarar aðeins um 3 milljörðum sólmössum.

Við áreksturinn losnuðu ystu stjörnurnar úr M32 og fóru á braut í Andrómedu. Eftir varð aðeins innsti kjarni hinnar upprunalegu stjörnuþoku.

 

Líkanið sýnir jafnframt að fyrir áreksturinn var M32 þriðja stærsta stjörnuþokna í grenndarþyrpingunni.

BIRT: 13/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: NASA/ESA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is