Eldingum slær oftast niður á landi.
Sundmanni í sjó stafar engu að síður hætta af eldingum því hann er líklegast hæsti punktur á vatninu.
Eldingin leitar til jarðar og velur alltaf skemmstu leið. Þess vegna er líklegra að eldingin lendi beint á sundmanninum en að henni slái niður í vatnið við hlið hans.
Kafsund gæti bjargað
Dugi rafstuðið og hitinn ekki til að bana manni á sundi, missir hann líklegast meðvitund og drukknar.
En ef svo vill til að þú ert í kafi og dálítinn spöl undir yfirborðinu finnurðu likast til ekki fyrir neinu. Ástæðan er sú að vatn er góður leiðari og spennulosunin dreifist því í hring um yfirborðið út frá þeim stað þar sem eldingunni sló niður.
Þrýstibylgjur frá eldingu hættulegar fiskum
Eldingarnar sjálfar drepa ekki fiska nema svo vilji til að þeir séu staddir í yfirborðinu þegar eldingunni slær niður. Hins vegar geta fiskar í nágrenninu drepist af innri blæðingum sem þrýstingur frá þrumunni skapar. Fiskar sem lifa þrumuna af munu búa við skaddaða heyrn.
Rýfur hljóðmúr og skapar þrumu
Loftið umhverfis eldingu hitnar mjög hratt. Vegna hitans þenst loftið svo hratt út að það rýfur hljóðmúrinn og veldur gríðarlegum hávaða. Það er sá hávaði sem við heyrum sem þrumu.