Náttúran

Ógnarelding sem rís upp er kannski sú öflugasta til þessa

Svokallaðar jónahvolfseldingar hafa á ensku verið nefndar „Gigantic jets“ eða tröllablys. Þetta eru ofboðslega kraftmiklar eldingar en þeim slær ekki niður úr þrumuskýjum heldur upp og út í átt að jónahvolfinu. Nú hefur tekist að greina eldingu af þessu tagi og hún var talin 100 sinnum öflugri en venjuleg elding og mögulega sú allra kröftugasta sem hingað til hefur sést.

BIRT: 06/09/2022

Þann 14. maí 2018 lýstu bláleit, bleik og rauð litbrigði upp himinhvelfinguna yfir Oklahoma í Bandaríkjunum en aðeins í stutt sekúndubrot.

 

Það var fyrir algera tilviljun sem áhugamaðurinn Kevin Palivec náði fyrirbrigðinu á mynd en hann notaði sérstaka myndavél fyrir daufa birtu.

 

Hitt var svo enn meiri tilviljun að þetta skyldi gerast rétt hjá hátíðnimælistöð í VHF-netinu (Very High Frequency) sem er net útvarpsloftneta sem ætlað er að staðsetja og mæla eldingar.

 

Fyrirbrigðið sem þarna náðist á mynd hefur verið kallað „tröllablys“ (Gigantic jet). Þetta eru ofboðslega kraftmiklar eldingar sem lýstur upp á við, í átt til ytri hluta gufuhvolfsins, jónahvolfsins eða rafhvolfsins. Þessar ógnareldingar eru meðal öflugustu og dularfyllstu veðurfyrirbrigða í gufuhvolfinu.

Þær eru reyndar svo sjaldgæfar að yfirleitt sjást aðeins um fimm slíkar á ári, þótt gert sé ráð fyrir að þær séu í raun á bilinu 1.000 til 50.000 á ári.

 

Þegar ógnareldingarnar sjást stafa þær oftast frá fellibyljum á Kyrrahafi. Þar má stöku sinnum fyrir algera tilviljun greina að eldingu lýstur upp.

 

Vísindamenn hjá fjölmörgum bandarískum háskólum og veðurfræðistofnunum töldu sig því eðlilega hafa himin höndum tekið þegar nú var unnt að taka saman gögn um „tröllablys“ frá árinu 2018. Meðal þeirra voru vísindamenn hjá Tæknirannsóknadeild Georgíu og samstarfsstofnun bandarískra háskóla um geimrannsóknir.

 

Nú hafa niðurstöður rannsókna þeirra birst í tímaritinu Science Advances.

 

Þrívíddarlíkön afhjúpa upplýsingar

Með því að bera saman gögn frá útvarpsloftnetunum, mælingar gervihnatta og myndupptöku Palivecs tókst vísindamönnunum að setja saman nákvæma þrívíddarmynd af þessari ofboðslegu raforkulosun.

Svona sér eitt þrívíddarlíkanið út. Hvítu deplarnir sýna rafhleðslu í skýinu, þeir gráu standa fyrir efsta hluta skýsins og appelsínugulu deplarnir sýna þá orku sem skotið er upp í gufuhvolfið. Með slíkum líkönum geta vísindamenn aflað sér meiri þekkingar á „tröllablysunum“.

Auk þess að bera hundraðfalda rafhleðslu venjulegrar eldingar, skaut þessi öflugi ljósgeisli orkunni meira en 80 km upp í gufuhvolfið og það gerir þessa eldingu að þeirri kraftmestu sem nokkru sinni hefur mælst.

 

Nánar tiltekið átti tröllablysið upptök sín í efsta lagi óveðurskýs sem var um 50×50 km að stærð og í ríflega 15-20 km hæð yfir jörðu.

 

Þaðan sló neistafluginu upp á við og það náði alveg upp í jónahvolfið sem náð getur allt frá 48 upp í 965 km hæð.

 

Jónahvolfið eða rafhvolfið er rafleiðandi lag efst í gufuhvolfinu, þar sem m.a. norðurljósin myndast.

Þetta „tröllablys“ flutti 300 coulomb út í jónahvolfið. Coulomb er mælieining sem segir til um magn rafstraums á sekúndu. Til samanburðar flytur venjuleg elding ríflega 5 coulomb milli skýja og jarðar.

 

Hitinn í enda eldingarinnar var tiltölulega lágur eða um 200 °C. Annars staðar í eldingunni fór hiti hins vegar upp í ríflega 4.400 °C.

Þessi myndaröð er úr upptöku flugmannsins Chris Holmes af tröllablysi í október 2019. Í rauða endanum efst getur hitinn verið allt að 200 gráðum en í bláum hluta eldingarinnar getur hitinn farið upp í 4.400 gráður.

Okkur tókst að greina miklar hátíðniuppsprettur ofan á skýinu en það hefur ekki áður tekist af svo mikilli nákvæmni.

 

Með gögnum frá gervihnöttum og útvarpsbylgjumöstrum tókst okkur svo að greina hvar yfir skýinu hina gríðarheitu uppsprettu var að finna.“

Þessi mynd er af tröllablysi yfir Myanmar. Myndin er tekin á stafrænni myndavél frá ISS-geimstöðinni. Það gerðu geimfarar í Leiðangri 31 þann 30. apríl 2012.

Vísindamennirnir treysta sér þó ekki til að skýra hvers vegna þessum eldingum slær upp í átt að geimnum. Mögulega gætu aðstæður í skýinu sjálfu hindrað rafstreymi niður til jarðar, þannig að eldingin eigi þann eina kost að leita út í rafhlaðið jónahvolfið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

International Gemini Observatory, © NASA/Expedition 31, © Chris Holmes, © Levi Boggs et al.

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.