Hversu langt getur elding farið í vatni?

Ég hef velt því fyrir mér hvað gerist ef maður fær sér sundsprett í sjónum og eldingu lýstur niður í sjóinn? Hvernig breiðist hún út? Og drepur hún fiska?

BIRT: 02/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Eldingum slær oftast niður á landi.

Sundmanni í sjó stafar engu að síður hætta af eldingum því hann er líklegast hæsti punktur á vatninu.

 

Eldingin leitar til jarðar og velur alltaf skemmstu leið. Þess vegna er líklegra að eldingin lendi beint á sundmanninum en að henni slái niður í vatnið við hlið hans.

 

Kafsund gæti bjargað

Dugi rafstuðið og hitinn ekki til að bana manni á sundi, missir hann líklegast meðvitund og drukknar.

 

En ef svo vill til að þú ert í kafi og dálítinn spöl undir yfirborðinu finnurðu likast til ekki fyrir neinu. Ástæðan er sú að vatn er góður leiðari og spennulosunin dreifist því í hring um yfirborðið út frá þeim stað þar sem eldingunni sló niður.

 

Þrýstibylgjur frá eldingu hættulegar fiskum

Eldingarnar sjálfar drepa ekki fiska nema svo vilji til að þeir séu staddir í yfirborðinu þegar eldingunni slær niður. Hins vegar geta fiskar í nágrenninu drepist af innri blæðingum sem þrýstingur frá þrumunni skapar. Fiskar sem lifa þrumuna af munu búa við skaddaða heyrn.

 

Rýfur hljóðmúr og skapar þrumu

Loftið umhverfis eldingu hitnar mjög hratt. Vegna hitans þenst loftið svo hratt út að það rýfur hljóðmúrinn og veldur gríðarlegum hávaða. Það er sá hávaði sem við heyrum sem þrumu.

BIRT: 02/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is