Search

Getur elding brætt sand?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

2 mínútur

SPURNINGAR OG SVÖR

 

Elding getur valdið allt að 30.000 stiga hita.

 

Yfirleitt slær eldingu niður í það sem hæst ber, en þá sjaldan eldingu lýstur niður á flata jörð, verður talsverð sprenging sem skilur eftir sig holu og út frá henni margar sprungur sem geta greinst í aðrar smærri.

 

Sé sandur í jarðveginum getur hár hiti brætt sandkornin saman í svokallaðar eldingarkvíslar, sérkennilegar, glerkenndar myndanir, nokkrir sentimetrar á þykkt, en geta orðið mjög langar og brotna auðveldlega.

 

Eldingarkvíslarnar má kalla eins konar steingervinga eldinganna, enda bera þær vitni um eldingar fyrir langalöngu. Menn gera ráð fyrir að saga eldinganna sé ámóta gömul og saga jarðarinnar og að þær kunni að hafa átt einhvern þátt í að lífið kviknaði í upphafi. Meðal elstu spora um eldingar eru eldingarkvíslar sem fundist hafa í um 250 milljón ára gömlum sandsteini.

 

Að meðaltali myndast um 65 eldingar á sekúndu á heimsvísu, en þær skiptast síður en svo jafnt á allan hnöttinn. Sums staðar í Indónesíu kemur þrumuveður að meðaltali einu sinni á dag, en hérlendis eru þau aftur á móti afar sjaldgæf.

 

Í þurru loftslagi, t.d. í Sahara-eyðimörkinni er líka afar sjaldgæft að eldingu slái niður. Loftslagið hefur sem sagt mikla þýðingu varðandi tíðni eldinga og fornar eldingarkvíslar geta því sagt heilmikið um loftslag á fyrri tíð á fundarstaðnum.

 

Nýlega hafa jarðfræðingar m.a. frá Þjóðarháskólanum í Mexíkó greint eldingarkvíslar í líbýsku eyðimörkinni og rannsóknir þeirra staðfesta hugmyndir annarra vísindamanna um að fyrr á tímum hafi loftslag í Sahara verið mjög rakt.

 

Jarðfræðingarnir greindu samsetningu gastegunda í loftbólum í eldingarkvíslunum. Í ljós kom að hér var að finna lofttegundirnar CO2, CO og NO sem hafa myndast þannig að hitinn frá eldingunum hefur breytt lífrænum efnum í jarðveginum í gasform.

 

Eftir að hafa mælt hlutföll kolefnisísótópanna gátu vísindamennirnir slegið því föstu að eldingunni hefði lostið niður í jarðveg sem þakinn var grasi og runnum. Með sérstakri tækni má nú mæla hve langt er liðið síðan ákveðinn hlutur varð síðast fyrir miklum hita og slíkar mælingar gáfu til kynna að eldingarkvíslin hefði myndast fyrir um 15.000 árum. Á þeim tíma hefur sem sagt allt öðruvísi verið um að litast í Sahara.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is