Jörðin

Hversu mikið mengar stríð?

Umhverfið og mengun er líklega það síðasta sem hermaður í stríði hugsar um. En hversu mikið menga þung farartæki, sprengiefni og brennandi olíubirgðir í raun og veru?

BIRT: 10/03/2024

Stríð mengar á margan hátt. Gervihnattamyndir frá átökunum í Úkraínu hafa til dæmis sýnt hvernig loftárásir á eldsneytisbirgðastöðvar og hreinsunarstöðvar í Lviv, Odessa og Myrhorod hafa kveikt skæða elda með eitruðum reyk.

 

Fréttir greina einnig frá leka í efnaverksmiðjum og mengun frá ammoníaksleiðslu í Chernihiv sem varð fyrir sprengjuárás.

 

Óviðráðanlegir skógareldar í kringum Chernobyl kjarnaofninn í mars 2022 kunna einnig að hafa dreift geislavirkum efnum eins og Cesium-137 og Strontium-90.

 

Mengun getur verið tilgangurinn

Alvarleg mengun á sér stað þegar efnavopn eru notuð. Þrátt fyrir að bæði framleiðsla, geymsla og notkun þeirra sé bönnuð í dag, berast fréttir af notkun á t.d. sinnepsgasi, klórgasi og taugagasinu sarín oft frá stríðssvæðum.

 

Það gerðist meðal annars í stríðinu milli Írans og Íraks á níunda áratug síðustu aldar.

Stríð eyðileggur umhverfið

Brennandi olía og aðrar mengandi aðferðir stríðs geta haft áhrif á loftslagið löngu eftir að stríðinu lýkur.

1. Losun sló öll met

Þegar Írak var hrakið frá Kúveit í Persaflóastríðinu voru allar olíulindirnar opnaðar og kveikt í þannig að þær skíðloguðu. Þetta leiddi til stærsta olíuleka í heiminum til þessa upp á 11 milljón olíutunnur.

2. Eitur gerði óvini berskjaldaða

Í Víetnamstríðinu notuðu Bandaríkin 75 milljónir lítra af Agent Orange og öðrum illgresiseyðum. Þetta eyddi laufum af trjánum þannig að óvinirnir gátu ekki falið sig og eitrið finnst enn í umhverfinu.

3. Geislun er horfin

Þrátt fyrir að geislavirk efni geti mengað í milljónir ára er ekki lengur mikil geislun eftir kjarnorkusprengjurnar sem sprengdar voru yfir Hiroshima og Nagasaki í lok síðari heimsstyrjaldar.

Allt að 10.000 manns hafa látist af völdum efnavopna og talið er að um það bil 56.000 manns í Íran gjaldi enn afleiðinga þeirra vegna varanlegra sára, skemmdrar hornhimnu og krabbameins.

 

Herinn mengar gríðarlega

Hersveitir nota jarðefnaeldsneyti og losa þannig koltvísýring frá skipum, flugvélum og farartækjum.

 

Í rannsókn frá árinu 2019 reiknuðu fjórir vísindamenn undir forystu umhverfisfræðingsins Oliver Belcher frá Durham háskólanum í Englandi að árið 2017 losaði bandaríski herinn gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda 23.367.000 tonnum af koltvísýringi.

 

Af þeim 1,5 milljón starfsfólks hersins losaði hver þeirra þannig 16,5 tonn af koltvísýringi. Til samanburðar losaði meðalsvíi minna en fimm tonn.

 

Ef Bandaríkjaher væri sjálfstætt ríki væri það 47. stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is